Lúxemborgska hýsingar- og gagnavinnsluþjónustan Etix Group hefur fjárfest í Borealis Data Centers sem rekur tvö gagnaver á Íslandi. Með fjárfestingunni er Etix komið með ráðandi hlut, um 55 prósent, í BDC sem hefur formlega skipt um nafn og mun framvegis heita Etix Everywhere Borealis.
Þetta staðfestir Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Centers, í samtali við Markaðinn.
„Etix er að koma inn sem ráðandi hluthafi hjá okkur. Þetta er alþjóðlegt fyrirtæki með rekstur úti um allan heim sem mun styrkja uppbyggingu hér heima verulega,“ segir Björn. „Við erum á kafi í uppbygginu með þeim sem er smátt og smátt að taka á sig góða mynd.“
BDC rekur eitt gagnaver á Fitjum í Njarðvík og annað á Blönduósi við Svínvetningabraut. Það var nýlega gangsett en áætlað er að uppbyggingu á aðstöðunni ljúki fyrir árslok. Saman hafa þessi gagnaver hýsingargetu fyrir 30 þúsund netþjóna en vegna mikillar eftirspurnar frá alþjóðlegum fyrirtækjum er öll hýsingin uppseld.
„Ísland er hagkvæm staðsetning fyrir gagnaver af þessum toga þökk sé köldu loftslagi og raforkuöryggi,“ segir Björn og vísar því til stuðnings til niðurstaðna úr alþjóðlegum rannsóknum
Lúxemborgarar fjárfesta í Borealis
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent