„Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. apríl 2018 18:30 Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma. Vísir/ÞÞ Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. Sérstaka bindiskyldan, sem er oft nefnd innflæðishöft, felst í því að þeir sem vilja koma með gjaldeyri til Íslands til að kaupa skuldabréf þurfa að þola að 40 prósent af upphæðinni fer inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að stemma stigu við vaxtamunarviðskiptum. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur varað við afnámi bindiskyldunnar og sagt að hún sé í reynd forsenda sjálfstæðrar peningastefnu. Of dökk mynd teiknuð upp Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að Seðlabankinn hafi dregið upp of dökka mynd af því hvaða afleiðingar það hefði að breyta bindiskyldunni eða draga úr henni. Aðstæður nú séu aðrar og fyrir hrun þegar nær eingöngu skammtímafjárfestar hafi komið til landsins í gegnum svokölluð jöklabréf og afleiðusamninga. „Það sem við erum að horfa á í dag, sem dæmi, er að nær eingöngu langtímafjárfestar komu inn í skuldabréf fyrir setningu innflæðishaftanna. Meðal tími þeirra fjárfestinga var tíu ár en kannski eitt til tvö ár fyrir hrun. Þannig að þetta er gjörbreytt samsetning fjárfesta,“ segir Agnar. Hann nefnir jafnframt núna séu hér erlendir fjárfestar sem vilji vera hluthafar í skráðum íslenskum fyrirtækjum og fjármagna þau. Slíkt hafi ekki verið fyrir hendi fyrir hrun. Þá segir hann að sérstaka bindiskyldan hafi síðan beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja innanlands. „Augljósu áhrifin eru auðvitað þau að vaxtakostnaður, sérstaklega vextir á föstum verðtryggðum lánum til heimila og vaxtaálag á stór fyrirtæki, hefur bæði hækkað eða staðið í stað frá því að Seðlabankinn byrjaði að lækka vexti. Á sama tíma og grunnvextir á markaði hafa fallið hafa kjör heimila og fyrirtækja staðið í stað eða hækkað,“ segir Agnar. Allt of ströng skilyrði Gamma hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að afnema bindiskylduna því fyrirtækið rekur sex milljarða króna skuldabréfasjóð sem sérhæfir sig í óskráðum lánveitingum, einkum til smærri fyrirtækja. „Það er gríðarlega mikil eftirspurn eftir lánveitingum hjá innlendum fyrirtækjum og eins og staðan er hjá okkur þá getum við bara aðeins veitt mjög takmarkaðan hluta af þeim lánum sem við hefðum áhuga á að veita vegna þess að það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi. Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á því að fjármagna íslensk fyrirtæki í gegnum skuldabréfasjóði en útfærsla bindiskilyrðanna (í sérstöku bindiskyldunni innsk.blm) er svo stíf og svo ströng að það getur enginn erlendur aðili tekið þátt í því,“ segir Agnar. En hvað vill Agnar segja við þá sem telja að hann hafi bara eigin hagsmuni að leiðarljósi í þessari umræðu? „Ég hef nú í meira en tíu ár barist fyrir bættri vaxtastefnu hjá Seðlabankanum og ég hef ekki alltaf haft beina hagsmuni af því. Ég tel að þær röksemdir sem ég hef fært fyrir þessu eigi að gilda óháð því hvort við högnumst af lægri vöxtum á Íslandi,“ segir Agnar. Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. Sérstaka bindiskyldan, sem er oft nefnd innflæðishöft, felst í því að þeir sem vilja koma með gjaldeyri til Íslands til að kaupa skuldabréf þurfa að þola að 40 prósent af upphæðinni fer inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að stemma stigu við vaxtamunarviðskiptum. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur varað við afnámi bindiskyldunnar og sagt að hún sé í reynd forsenda sjálfstæðrar peningastefnu. Of dökk mynd teiknuð upp Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að Seðlabankinn hafi dregið upp of dökka mynd af því hvaða afleiðingar það hefði að breyta bindiskyldunni eða draga úr henni. Aðstæður nú séu aðrar og fyrir hrun þegar nær eingöngu skammtímafjárfestar hafi komið til landsins í gegnum svokölluð jöklabréf og afleiðusamninga. „Það sem við erum að horfa á í dag, sem dæmi, er að nær eingöngu langtímafjárfestar komu inn í skuldabréf fyrir setningu innflæðishaftanna. Meðal tími þeirra fjárfestinga var tíu ár en kannski eitt til tvö ár fyrir hrun. Þannig að þetta er gjörbreytt samsetning fjárfesta,“ segir Agnar. Hann nefnir jafnframt núna séu hér erlendir fjárfestar sem vilji vera hluthafar í skráðum íslenskum fyrirtækjum og fjármagna þau. Slíkt hafi ekki verið fyrir hendi fyrir hrun. Þá segir hann að sérstaka bindiskyldan hafi síðan beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja innanlands. „Augljósu áhrifin eru auðvitað þau að vaxtakostnaður, sérstaklega vextir á föstum verðtryggðum lánum til heimila og vaxtaálag á stór fyrirtæki, hefur bæði hækkað eða staðið í stað frá því að Seðlabankinn byrjaði að lækka vexti. Á sama tíma og grunnvextir á markaði hafa fallið hafa kjör heimila og fyrirtækja staðið í stað eða hækkað,“ segir Agnar. Allt of ströng skilyrði Gamma hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að afnema bindiskylduna því fyrirtækið rekur sex milljarða króna skuldabréfasjóð sem sérhæfir sig í óskráðum lánveitingum, einkum til smærri fyrirtækja. „Það er gríðarlega mikil eftirspurn eftir lánveitingum hjá innlendum fyrirtækjum og eins og staðan er hjá okkur þá getum við bara aðeins veitt mjög takmarkaðan hluta af þeim lánum sem við hefðum áhuga á að veita vegna þess að það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi. Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á því að fjármagna íslensk fyrirtæki í gegnum skuldabréfasjóði en útfærsla bindiskilyrðanna (í sérstöku bindiskyldunni innsk.blm) er svo stíf og svo ströng að það getur enginn erlendur aðili tekið þátt í því,“ segir Agnar. En hvað vill Agnar segja við þá sem telja að hann hafi bara eigin hagsmuni að leiðarljósi í þessari umræðu? „Ég hef nú í meira en tíu ár barist fyrir bættri vaxtastefnu hjá Seðlabankanum og ég hef ekki alltaf haft beina hagsmuni af því. Ég tel að þær röksemdir sem ég hef fært fyrir þessu eigi að gilda óháð því hvort við högnumst af lægri vöxtum á Íslandi,“ segir Agnar.
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira