Stórsigur í fyrsta leik Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:30 Arna Sif Pálsdóttir. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í forkepphi HM í Japan 2019. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og var með yfirhöndina frá upphafi. Fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög góðar og komst liðið mest í fimm marka forystu. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær tyrknesku aðeins að vinna sig inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó 18-14 fyrir Ísland. Síðari hálfleikurinn var stórkostlegur hjá íslensku stelpunum. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks ákvað Guðný Jenný Ásmundsdóttir að skella í lás í íslenska markinu, hún varði í fimm sóknum í röð og á sama tíma skoraði Ísland fimm mörk hinu megin á vellinum og munurinn orðinn tíu mörk. Eftir það var sigurinn orðinn nokkuð öruggur hjá Íslandi þrátt fyrir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þegar uppi var staðið urðu lokatölur 36-23 og íslenska liðið byrjar þessa keppni af gríðarlegum krafti. Markahæstar í liði Íslands voru Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir kom næst með 5 og Eva Björk Davíðsdóttir gerði fjögur. Guðný Jenný varði 16 bolta í markinu, þar af tvö vítaskot. Hún er því með um 50 prósenta markvörslu í leiknum. Stórsigurinn dugir þó aðeins í annað sæti riðilsins því fyrr í dag vann Makedónía nítján marka sigur á Aserbaísjan og er því fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland mætir Makedóníu á morgun í leik sem gæti endað sem úrslitaleikur um hvort liðið fer upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM. Lokaleikur Íslands er svo á sunnudag gegn Aserum.Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:Markmenn: Hafdís Renötudóttir, Boden (Treyjuúmer 31) Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 16)Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK (Treyjuúmer 29) Steinunn Hansdóttir, Horsens HK (Treyjuúmer 2)Vinstri skytta: Andrea Jakobsen, Kristianstad (Treyjuúmer 3) Helena Örvarsdóttir, Byåsen (Treyjuúmer 13) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (Treyjuúmer 14)Miðjumenn: Ester Óskarsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 20) Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax (Treyjuúmer 15) Martha Hermannsdóttir, KA/Þór (Treyjuúmer 8)Hægri Skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur (Treyjuúmer 27) Thea Imani Sturludóttir, Volda (Treyjuúmer 25)Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (Treyjuúmer 4)Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 9) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (Treyjuúmer 32) Handbolti Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í forkepphi HM í Japan 2019. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og var með yfirhöndina frá upphafi. Fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög góðar og komst liðið mest í fimm marka forystu. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær tyrknesku aðeins að vinna sig inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó 18-14 fyrir Ísland. Síðari hálfleikurinn var stórkostlegur hjá íslensku stelpunum. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks ákvað Guðný Jenný Ásmundsdóttir að skella í lás í íslenska markinu, hún varði í fimm sóknum í röð og á sama tíma skoraði Ísland fimm mörk hinu megin á vellinum og munurinn orðinn tíu mörk. Eftir það var sigurinn orðinn nokkuð öruggur hjá Íslandi þrátt fyrir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þegar uppi var staðið urðu lokatölur 36-23 og íslenska liðið byrjar þessa keppni af gríðarlegum krafti. Markahæstar í liði Íslands voru Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir kom næst með 5 og Eva Björk Davíðsdóttir gerði fjögur. Guðný Jenný varði 16 bolta í markinu, þar af tvö vítaskot. Hún er því með um 50 prósenta markvörslu í leiknum. Stórsigurinn dugir þó aðeins í annað sæti riðilsins því fyrr í dag vann Makedónía nítján marka sigur á Aserbaísjan og er því fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland mætir Makedóníu á morgun í leik sem gæti endað sem úrslitaleikur um hvort liðið fer upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM. Lokaleikur Íslands er svo á sunnudag gegn Aserum.Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:Markmenn: Hafdís Renötudóttir, Boden (Treyjuúmer 31) Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 16)Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK (Treyjuúmer 29) Steinunn Hansdóttir, Horsens HK (Treyjuúmer 2)Vinstri skytta: Andrea Jakobsen, Kristianstad (Treyjuúmer 3) Helena Örvarsdóttir, Byåsen (Treyjuúmer 13) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (Treyjuúmer 14)Miðjumenn: Ester Óskarsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 20) Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax (Treyjuúmer 15) Martha Hermannsdóttir, KA/Þór (Treyjuúmer 8)Hægri Skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur (Treyjuúmer 27) Thea Imani Sturludóttir, Volda (Treyjuúmer 25)Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (Treyjuúmer 4)Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 9) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (Treyjuúmer 32)
Handbolti Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira