Stórsigur í fyrsta leik Íslands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:30 Arna Sif Pálsdóttir. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í forkepphi HM í Japan 2019. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og var með yfirhöndina frá upphafi. Fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög góðar og komst liðið mest í fimm marka forystu. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær tyrknesku aðeins að vinna sig inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó 18-14 fyrir Ísland. Síðari hálfleikurinn var stórkostlegur hjá íslensku stelpunum. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks ákvað Guðný Jenný Ásmundsdóttir að skella í lás í íslenska markinu, hún varði í fimm sóknum í röð og á sama tíma skoraði Ísland fimm mörk hinu megin á vellinum og munurinn orðinn tíu mörk. Eftir það var sigurinn orðinn nokkuð öruggur hjá Íslandi þrátt fyrir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þegar uppi var staðið urðu lokatölur 36-23 og íslenska liðið byrjar þessa keppni af gríðarlegum krafti. Markahæstar í liði Íslands voru Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir kom næst með 5 og Eva Björk Davíðsdóttir gerði fjögur. Guðný Jenný varði 16 bolta í markinu, þar af tvö vítaskot. Hún er því með um 50 prósenta markvörslu í leiknum. Stórsigurinn dugir þó aðeins í annað sæti riðilsins því fyrr í dag vann Makedónía nítján marka sigur á Aserbaísjan og er því fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland mætir Makedóníu á morgun í leik sem gæti endað sem úrslitaleikur um hvort liðið fer upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM. Lokaleikur Íslands er svo á sunnudag gegn Aserum.Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:Markmenn: Hafdís Renötudóttir, Boden (Treyjuúmer 31) Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 16)Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK (Treyjuúmer 29) Steinunn Hansdóttir, Horsens HK (Treyjuúmer 2)Vinstri skytta: Andrea Jakobsen, Kristianstad (Treyjuúmer 3) Helena Örvarsdóttir, Byåsen (Treyjuúmer 13) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (Treyjuúmer 14)Miðjumenn: Ester Óskarsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 20) Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax (Treyjuúmer 15) Martha Hermannsdóttir, KA/Þór (Treyjuúmer 8)Hægri Skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur (Treyjuúmer 27) Thea Imani Sturludóttir, Volda (Treyjuúmer 25)Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (Treyjuúmer 4)Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 9) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (Treyjuúmer 32) Handbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan þrettán marka sigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í forkepphi HM í Japan 2019. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og var með yfirhöndina frá upphafi. Fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög góðar og komst liðið mest í fimm marka forystu. Undir lok fyrri hálfleiks náðu þær tyrknesku aðeins að vinna sig inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó 18-14 fyrir Ísland. Síðari hálfleikurinn var stórkostlegur hjá íslensku stelpunum. Á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks ákvað Guðný Jenný Ásmundsdóttir að skella í lás í íslenska markinu, hún varði í fimm sóknum í röð og á sama tíma skoraði Ísland fimm mörk hinu megin á vellinum og munurinn orðinn tíu mörk. Eftir það var sigurinn orðinn nokkuð öruggur hjá Íslandi þrátt fyrir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Þegar uppi var staðið urðu lokatölur 36-23 og íslenska liðið byrjar þessa keppni af gríðarlegum krafti. Markahæstar í liði Íslands voru Þórey Rósa Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir með átta mörk hvor. Thea Imani Sturludóttir kom næst með 5 og Eva Björk Davíðsdóttir gerði fjögur. Guðný Jenný varði 16 bolta í markinu, þar af tvö vítaskot. Hún er því með um 50 prósenta markvörslu í leiknum. Stórsigurinn dugir þó aðeins í annað sæti riðilsins því fyrr í dag vann Makedónía nítján marka sigur á Aserbaísjan og er því fyrir ofan Ísland á markatölu. Ísland mætir Makedóníu á morgun í leik sem gæti endað sem úrslitaleikur um hvort liðið fer upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM. Lokaleikur Íslands er svo á sunnudag gegn Aserum.Leikmannahópur Íslands í leiknum í dag:Markmenn: Hafdís Renötudóttir, Boden (Treyjuúmer 31) Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 16)Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK (Treyjuúmer 29) Steinunn Hansdóttir, Horsens HK (Treyjuúmer 2)Vinstri skytta: Andrea Jakobsen, Kristianstad (Treyjuúmer 3) Helena Örvarsdóttir, Byåsen (Treyjuúmer 13) Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (Treyjuúmer 14)Miðjumenn: Ester Óskarsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 20) Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax (Treyjuúmer 15) Martha Hermannsdóttir, KA/Þór (Treyjuúmer 8)Hægri Skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur (Treyjuúmer 27) Thea Imani Sturludóttir, Volda (Treyjuúmer 25)Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (Treyjuúmer 4)Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV (Treyjuúmer 9) Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (Treyjuúmer 32)
Handbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira