Logi um landsliðið: Ásgeir blekkti okkur og Janus Daði er betri en Elvar Örn Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. október 2018 11:00 Jóhann Gunnar og Logi Geirsson fóru yfir landsliðsvalið í gær. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í síðustu viku hópinn fyrir leikina á móti Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í handbolta. Þar kom hvað helst fram að Vignir Svavarsson er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Hauka og silfurdrengur, ekki valinn. Silfurdrengirnir halda áfram að tínast út úr liðinu. „Ásgeir blekkti okkur mikið á undirbúningstímabilinu. Hann var stórkostlegur þar og við héldum án gríns að hann væri að fara að labba yfir þessa deild,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Fyrir leikinn í kvöld [gærkvöldi á móti Gróttu] var hann búinn að spila fjóra leiki og skora níu mörk. Auðvitað er hann að leggja mikið upp og hann spilar góða vörn. Það kemur manni alveg á óvart að hann sé ekki valinn út af varnarleiknum en það er bara ekki það sem að Gummi er að leita eftir,“ sagði Logi. Leikstjórnendaher Guðmundar Guðmundssonar er ekki gamall. Þeir þrír sem voru valdir eru Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson auk Gísla Þorgeirs Kristjánssonar en allir eru undir tvítugu. Janus Daði Smárason, sem hefur spilað frábærlega með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni, var ekki valinn.Hópurinn.mynd/hsí„Janus er stærsta nafnið sem vantar en Gummi er með ákveðið plan. Honum finnst Janus greinilega ekki virka. Hann kýlir mikið áfram og sækir mikið á. Það er rosalegur hraði í kringum hann og þá vantar stundum upp á skynsemi. Á móti er Gummi að taka Gísla og Hauk sem eru gáfaðir leikmenn miðað við aldur,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér finnst skrítið að Janus Daði sé ekki þarna. Hann vantar vissulega styrk í varnarleiknum en sem sóknarmaður hefur hann sýnt okkur að hann getur brotið upp leiki og skorað á móti hverjum sem er. Hann var kóngurinn í Olís-deildinni þegar að hann var hér heima,“ sagði Logi en fyrir hvern á hann að vera þarna inni? „Mér finnst hann betri en Elvar í sókn en Elvar er sterkari varnarmaður,“ svaraði Logi. Einnig var talað um línumenn í landsliðinu en töluvert línumannahallæri er í gangi þessi misserin. Ágúst Birgisson fær tækifæri að þessu sinni og Logi var ánægður með að sjá hann inni. „Ég er ógeðslega glaður að sjá Ágúst Birgisson í hópnum. Ég hef verið að horfa á hann í Evrópukeppninnni. Hann er að taka þar atvinnumenn og jarða þá. Hann getur spilað vörn og sókn. Hann er þungur, hann er stór. Þetta er týpa eins og Vignir Svavarsson. Ég held bara, eins og staðan er í dag, er hann í góðum séns að sanna sig,“ sagði Logi Geirsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti