Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2018 19:00 Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips óskaði eftir gögnum hjá héraðssaksóknara um ætluð samkeppnislagabrot fyrirtækisins. Alls fjórir stjórnendur hjá Eimskip og Samskipum eru grunaðir um brot gegn 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Rannsókn á ætluðum brotum hefur tekið fimm ár. Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. Þeir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips, Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á ætluðum samkeppnislagabrotum skipafélaganna tveggja. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Rannsókn þessa máls er komin til ára sinna en Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá skipafélögunum vegna hennar fyrir tæpum fimm árum eða hinn 10. september 2013. Ætluð brot beinast gegn 10. grein samkeppnislaga sem fjallar um ólögmætt samráð og 11. grein sömu laga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið kærði brotin til héraðssaksóknara að lokinni rannsókn. Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar Íslands í gærkvöldi segir: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Eimskip hafnar því að hafa gerst brotlegt við samkeppnislög en í tilkynningunni segir jafnframt: „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga.“ Ekki liggur fyrir hvers vegna rannsóknin hefur tekið svona langan tíma eða hvers vegna mennirnir voru fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í maí síðastliðnum. Í hverju felast ætluð brot? „Við höfum ekki upplýsingar um það og allt sem snýr að málinu hefur þegar komið fram í tilkynningu okkar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Var Gylfi Sigfússon ekki upplýstur um það þegar hann mætti í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í hverju ætluð samkeppnislagabrot fælust? „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá hefur hann óskað eftir gögnum um málið og honum hafa ekki enn borist þau gögn. Þannig að hann er engu nær,“ segir Ólafur. Stjórnendur Eimskips og Samskipa eru með réttarstöðu sakbornings í málinu eins og áður greinir. Þess ber að geta að í 28. gr. laga um meðferð sakamála kemur fram að lögreglu beri að upplýsa sakborning um sakarefnið áður en skýrsla er tekin af honum en í ákvæðinu segir: „Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. Þeir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips, Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á ætluðum samkeppnislagabrotum skipafélaganna tveggja. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Rannsókn þessa máls er komin til ára sinna en Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá skipafélögunum vegna hennar fyrir tæpum fimm árum eða hinn 10. september 2013. Ætluð brot beinast gegn 10. grein samkeppnislaga sem fjallar um ólögmætt samráð og 11. grein sömu laga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið kærði brotin til héraðssaksóknara að lokinni rannsókn. Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar Íslands í gærkvöldi segir: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Eimskip hafnar því að hafa gerst brotlegt við samkeppnislög en í tilkynningunni segir jafnframt: „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga.“ Ekki liggur fyrir hvers vegna rannsóknin hefur tekið svona langan tíma eða hvers vegna mennirnir voru fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í maí síðastliðnum. Í hverju felast ætluð brot? „Við höfum ekki upplýsingar um það og allt sem snýr að málinu hefur þegar komið fram í tilkynningu okkar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Var Gylfi Sigfússon ekki upplýstur um það þegar hann mætti í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í hverju ætluð samkeppnislagabrot fælust? „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá hefur hann óskað eftir gögnum um málið og honum hafa ekki enn borist þau gögn. Þannig að hann er engu nær,“ segir Ólafur. Stjórnendur Eimskips og Samskipa eru með réttarstöðu sakbornings í málinu eins og áður greinir. Þess ber að geta að í 28. gr. laga um meðferð sakamála kemur fram að lögreglu beri að upplýsa sakborning um sakarefnið áður en skýrsla er tekin af honum en í ákvæðinu segir: „Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira