Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2018 12:00 Kísilverið í Helguvík sem er í dag í eigu Arion banka. Engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag en níu starfsmenn vinna hjá Stakksbergi til að fyrirbyggja rýrnun verðmæta. Vísir/Anton Brink Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira