Kampakátir GOG-menn segjast vera að fá líkamlegt undur í Arnari Frey Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2018 15:30 Arnar Freyr Arnarsson í Meistaradeildarleik á móti Veszprém. epa/BOGLARKA BODNAR Eins og greint var frá í morgun skiptir íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson um lið í sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku frá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þessi 22 ára gamli strákur fór frá Fram til Kristianstad fyrir tveimur árum og er búinn að vinna sænsku deildina tvívegis en fátt virðist stoppa liðið á leið sinni að þriðja titlinum á þremur árum. GOG er að safna liði fyrir næstu leiktíð en ljóst er að það missir markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Nicklas Kirkelökke, til Rhein-Neckar Löwen og markvörðurinn þrautreyndi Ole Erevik leggur skóna á hilluna. Annar tveggja línumanna liðsins, Lars Hold, mun sömuleiðis að leggja skóna á hilluna og því er GOG að fá Arnar Frey. GOG hefur alltaf viljað spila á ungu liði og því eru menn á Fjóni heldur betur sáttir að yngja svona upp samkvæmt dönskum miðlum. Arnar Freyr er glæsilegt eintak af karlmanni en hann er 201 cm á hæð og 113 kíló með mikla reynslu úr sænsku deildinni og sömuleiðis úr Meistaradeildinni. Þetta kunna GOG-menn að meta. „Hann er líkamlegt undur. Hann er ungur sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur gert það gott með Kristianstad í nokkur ár. Hann er með reynslu frá íslenska landsliðinu og úr Meistaradeildinni. Hann smellpassar inn í okkar framtíðarplön,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá GOG, við TV2. Íslenska landsliðið er í miklum vandræðum þegar kemur að línumannsstöðunni en lengi hefur okkur vantar línumenn sem að spila bæði vörn og sókn á hæsta þrepi. GOG ætlar að hjálpa okkur Íslendingum með það. „Hann mun spila vörn og sókn. Hann mun spila miðvörð í varnarleiknum og vera á línunni í sóknarleiknum. Við getum vonandi nýtt alþjóðlega reynslu hans á næsta ári því við ætlum okkur að vera í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir Kasper Jörgensen. Handbolti Tengdar fréttir Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun skiptir íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson um lið í sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku frá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þessi 22 ára gamli strákur fór frá Fram til Kristianstad fyrir tveimur árum og er búinn að vinna sænsku deildina tvívegis en fátt virðist stoppa liðið á leið sinni að þriðja titlinum á þremur árum. GOG er að safna liði fyrir næstu leiktíð en ljóst er að það missir markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Nicklas Kirkelökke, til Rhein-Neckar Löwen og markvörðurinn þrautreyndi Ole Erevik leggur skóna á hilluna. Annar tveggja línumanna liðsins, Lars Hold, mun sömuleiðis að leggja skóna á hilluna og því er GOG að fá Arnar Frey. GOG hefur alltaf viljað spila á ungu liði og því eru menn á Fjóni heldur betur sáttir að yngja svona upp samkvæmt dönskum miðlum. Arnar Freyr er glæsilegt eintak af karlmanni en hann er 201 cm á hæð og 113 kíló með mikla reynslu úr sænsku deildinni og sömuleiðis úr Meistaradeildinni. Þetta kunna GOG-menn að meta. „Hann er líkamlegt undur. Hann er ungur sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur gert það gott með Kristianstad í nokkur ár. Hann er með reynslu frá íslenska landsliðinu og úr Meistaradeildinni. Hann smellpassar inn í okkar framtíðarplön,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá GOG, við TV2. Íslenska landsliðið er í miklum vandræðum þegar kemur að línumannsstöðunni en lengi hefur okkur vantar línumenn sem að spila bæði vörn og sókn á hæsta þrepi. GOG ætlar að hjálpa okkur Íslendingum með það. „Hann mun spila vörn og sókn. Hann mun spila miðvörð í varnarleiknum og vera á línunni í sóknarleiknum. Við getum vonandi nýtt alþjóðlega reynslu hans á næsta ári því við ætlum okkur að vera í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir Kasper Jörgensen.
Handbolti Tengdar fréttir Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15