237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 17:11 Starfsmannafundur hófst klukkan 16:15 í dag. vísir/vilhelm 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira