Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:15 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Fréttablaðið/Vilhelm Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en greint var frá ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar í dag. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Í tilkynningu Símans segir að í málinu sé deilt um skilgreiningu á grundvallaratriði í fjölmiðlalögum og „það markmið Alþingis að hvetja til nýbreytni í íslenskri sjónvarpsþjónustu.“ „Markaðsráðandi efnisdreifingarfyrirtæki á Íslandi (Vodafone) og opinbert innviðafyrirtæki (Gagnaveita Reykjavíkur innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur) hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðarskyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri viðleitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis. Síminn hefur árum saman óskað eftir sams konar opna aðgangi að hinum opinberum innviðum Gagnaveitu Reykjavíkur og önnur sveitarfélaganet á landinu veita, til að sinna öllum íslenskum neytendum óháð undirliggjandi fjarskiptanetum. Þeim óskum hefur ávallt verið hafnað af hálfu hinna opinberu aðila, Gagnaveitu Reykjavíkur og Póst- og fjarskiptastofnunar,“ segir einnig í tilkynningu Símans þar sem jafnframt er minnst á þá samkeppni sem fyrirtækið á í á markaði fyrir ólínulegt efni við veitur á borð við Apple, Netflix og Google. „Væri nær að íslensk stjórnvöld leyfðu íslenskum fyrirtækjum að gera það sem þau geta til að taka þátt í þeirri samkeppni í stað þess að sníða íslenskum fyrirtækjum þrengri stakk í alþjóðlegri samkeppni.“Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en greint var frá ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar í dag. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Í tilkynningu Símans segir að í málinu sé deilt um skilgreiningu á grundvallaratriði í fjölmiðlalögum og „það markmið Alþingis að hvetja til nýbreytni í íslenskri sjónvarpsþjónustu.“ „Markaðsráðandi efnisdreifingarfyrirtæki á Íslandi (Vodafone) og opinbert innviðafyrirtæki (Gagnaveita Reykjavíkur innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur) hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðarskyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri viðleitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis. Síminn hefur árum saman óskað eftir sams konar opna aðgangi að hinum opinberum innviðum Gagnaveitu Reykjavíkur og önnur sveitarfélaganet á landinu veita, til að sinna öllum íslenskum neytendum óháð undirliggjandi fjarskiptanetum. Þeim óskum hefur ávallt verið hafnað af hálfu hinna opinberu aðila, Gagnaveitu Reykjavíkur og Póst- og fjarskiptastofnunar,“ segir einnig í tilkynningu Símans þar sem jafnframt er minnst á þá samkeppni sem fyrirtækið á í á markaði fyrir ólínulegt efni við veitur á borð við Apple, Netflix og Google. „Væri nær að íslensk stjórnvöld leyfðu íslenskum fyrirtækjum að gera það sem þau geta til að taka þátt í þeirri samkeppni í stað þess að sníða íslenskum fyrirtækjum þrengri stakk í alþjóðlegri samkeppni.“Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira