Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Skúli Arnarsson skrifar 23. nóvember 2018 21:35 Sverrir var ekki sáttur í kvöld. vísir/ernir Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. „Haukarnir voru bara mikið betri. Þeir voru mikið grimmari og ákveðnari á meðan við vorum bara í tómu rugli mestallan leikinn. Við erum í algjöru hnoði og vinnusemin er ekki nein.” Þrátt fyrir að hafa sigrað sex leiki í röð þá segir Sverrir að það hafi legið í loftinu að Keflavík myndu fá skell bráðlega. „Eins og staðan er núna þá erum við bara miðlungslið. Ég veit ekki hvort að strákarnir hafi verið að láta það rugla í sér að það sé verið að tala um okkur sem eitt af bestu liðunum. Við erum búnir að vinna hörku leiki á móti sterkum liðum og á móti liðum sem var spáð neðar en við erum algjört miðlungslið. Það er búið að stefna í að við yrðum flengdir undanfarið og það gerðist í kvöld. Nú er bara spurning hvernig við bregðumst við því.” Keflavík skoruðu aðeins 64 stig í kvöld sem verður að teljast lélegt fyrir jafn gott lið og Keflavík á að vera. Það kom u.þ.b tíu mínútna kafli í leiknum þar sem Keflavík náði ekki að skora stig. Sverrir augljóslega ekki ánægður með sóknarleikinn. „Ég ætla ekkert að taka af Haukum, Þeir berjast hrikalega vel, en við erum bara í hnoði. Við dripplum út í eitt og reynum að troða boltanum inn á Craion meðan hann er með þrjá menn í sér. Síðan ef að boltinn komst út þá var það bara þriggja stiga skot í staðinn fyrir að reyna að fá boltahreyfingu og jafnvel sækja á körfuna. Við töluðum um þetta í leikhléum og í hálfleik en við framkvæmdum ekkert af þessu og áttum þar af leiðandi ekkert skilið út úr þessum leik. Mantas Mockevicius lék ekki með Keflavík í kvöld, en hann hefur ekki spilað með þeim síðan liðið sigraði ÍR í fimmtu umferð. „Hann er erlendis út af vinnunni sinni og ég veit ekki alveg hvenær hann kemur til baka. Ég er að vona að hann nái að klára núna á næstunni og verði síðan bara á fullu með okkur það sem eftir er, það veitir ekki af.” Nú tekur við landsleikjahlé og ljóst að Keflavík þurfa að nýta það vel. „Núna reynir rosalega á okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera en það þarf einhvernveginn að fá alla á sömu blaðsíðu en ekki hver í sínu horni reynandi eitthvað djöfulsins rugl. Það er ekki vænlegt til árangurs.” „Við erum ekkert KR lið sem er búið að vinna fimm titla í röð. Það eru örfáir í liðinu sem hafa unnið eitthvað. Við þurfum virkilega að hafa fyrir því og standa saman ef að við ætlum einhverntímann að verða lið sem kemst inn í úrslitakeppni, fer langt og verður talað um sem sigursælt lið,” sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira