Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. apríl 2018 10:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga. Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. Áhersla á umhverfismál á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyototo-bókuninni og Parísarsamningnum. Í upphafi þessa árs var kolefnisgjald, sem leggst ofan á eldsneyti, hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. „Það er annars vegar verið að hækka kolefnisgjaldið til þess að búa til hvata þannig að bensínbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir eldsneyti séu minna notaðir. Það er fyrsta markmiðið. Fjármagnið, það má svo segja að minnsta kosti hluti þess sé notaður í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að tilgangur kolefnisgjaldsins sé hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð því tekjurnar séu ekki eyrnamerktar aðgerðum í loftslagsmálum með beinum hætti.Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir nákvæmlega þetta. Að aðeins hluti kolefnisgjaldsins renni til aðgerða í loftslagsmálum. „Þarna er ekki verið að eyrnamerkja þetta í einhverjar aðgerðir. Heldur eru þetta fyrst og fremst nýir skattar í ríkissjóð,“ segir Runólfur. Losunarviðmið verður hert Í fjármálaáætlun er lagðar til fleiri breytingar á skattumhverfi ökutækja í þágu umhverfisverndar en ríkisstjórnin vill fylgja tillögum starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Þetta þýðir efnislega að því meira sem bílar losa af koltvísýringi, því dýrari verða þeir í innflutningi. Þá er lagt til að skattar og vörugjöld af kaupum og innflutningi á óumhverfisvænum bílum verði endurgreidd að hluta við förgun þeirra eða þegar bílarnir eru seldir úr landi. Þessi tillaga hefur hins vegar ekki verið útfærð nánar og ekki liggur fyrir hversu stór hluti vörugjalda verður endurgreiddur. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Þá verða skapaðir hvatar fólk fyrir fólk til skipta út eldri bílum sem menga.
Tengdar fréttir Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00