Orka náttúrunnar stærsta raforkusalan en er þó með hæsta verðið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. ágúst 2018 10:00 Flutningur og dreifing rafmagns er ekki á samkeppnismarkaði ólíkt framleiðslu og sölu. ON Rúmlega átta prósenta munur er á verði raforku hjá ódýrustu og dýrustu raforkusölunum. Dýrasta raforkusalan, Orka náttúrunnar, er jafnframt stærsta fyrirtækið á markaðinum. Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú finna verðsamanburð á öllum raforkusölum án virðisaukaskatts. Ódýrasta rafmagnið býður Orka heimilanna, sem hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Þar er hver kílóvattstund verðlögð á 5,89 krónur. Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hælana með verðið 5,90 krónur. Dýrust er Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem selur hverja kílóvattstund 6,43 krónur, síðan HS Orka með verðið 6,35 krónur. Neytendur geta keypt rafmagn af hverjum sem er óháð búsetu á landinu og sama gildir um húsfélög. Þess ber þó að geta að rafmagnskostnaður heimila skiptist í tvennt. Annars vegar kostnaður vegna raforkusölu sem er á samkeppnismarkaði og hins vegar vegna raforkudreifingar þar sem fyrirtækin hafa einokun á afmörkuðu landsvæði. Þannig geta neytendur aðeins reynt að lækka hluta af heildarkostnaðinum. „Við endurskoðum reglulega okkar verð en það er oft þannig að hinir bíða og setja verðin aðeins undir. Við verðleggjum okkur á eigin forsendum og þetta var niðurstaðan um síðustu áramót miðað við arðsemiskröfur, kostnað og annað slíkt,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Önnur skýring, að sögn Bjarna, er að Orka náttúrunnar ráðstafar arði fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni sem lúta að orkuskiptum og að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir að neytendur þurfi einnig að hafa í huga hvar peningarnir endi. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Rúmlega átta prósenta munur er á verði raforku hjá ódýrustu og dýrustu raforkusölunum. Dýrasta raforkusalan, Orka náttúrunnar, er jafnframt stærsta fyrirtækið á markaðinum. Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú finna verðsamanburð á öllum raforkusölum án virðisaukaskatts. Ódýrasta rafmagnið býður Orka heimilanna, sem hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Þar er hver kílóvattstund verðlögð á 5,89 krónur. Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hælana með verðið 5,90 krónur. Dýrust er Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem selur hverja kílóvattstund 6,43 krónur, síðan HS Orka með verðið 6,35 krónur. Neytendur geta keypt rafmagn af hverjum sem er óháð búsetu á landinu og sama gildir um húsfélög. Þess ber þó að geta að rafmagnskostnaður heimila skiptist í tvennt. Annars vegar kostnaður vegna raforkusölu sem er á samkeppnismarkaði og hins vegar vegna raforkudreifingar þar sem fyrirtækin hafa einokun á afmörkuðu landsvæði. Þannig geta neytendur aðeins reynt að lækka hluta af heildarkostnaðinum. „Við endurskoðum reglulega okkar verð en það er oft þannig að hinir bíða og setja verðin aðeins undir. Við verðleggjum okkur á eigin forsendum og þetta var niðurstaðan um síðustu áramót miðað við arðsemiskröfur, kostnað og annað slíkt,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Önnur skýring, að sögn Bjarna, er að Orka náttúrunnar ráðstafar arði fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni sem lúta að orkuskiptum og að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir að neytendur þurfi einnig að hafa í huga hvar peningarnir endi.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira