Viðskipti erlent

Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi

Kjartan Kjartansson skrifar
Tesla hefur átt í basli við að ná markmiðum um framleiðslu á Model 3-bifreiðinni.
Tesla hefur átt í basli við að ná markmiðum um framleiðslu á Model 3-bifreiðinni. Vísir/Getty
Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 717 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs þegar fyrirtækið kepptist við að ná framleiðslumarkmiðum sínum. Þetta er mesta tap fyrirtækisins á einum ársfjórðungi til þessa.Elon Musk, stofnandi Tesla, lagði allt kapp á að fyrirtækið næði markmiði sínu um að framleiða 5.000 eintök af Model 3-bifreiðinni í sumar. CNN-fréttastöðin segir að Tesla hafi brennt í gegnum 430 milljónir dollara af lausafé sínu á meðan á átakinu stóð.Engu að síður eigi Tesla 2,2 milljarða dollara enn í hirslum sínum, umtalsvert meira en fjárfestar og greinendur höfðu óttast. Ýmislegt hefur gengið á hjá Tesla. Fyrirtækið hefur átt erfitt með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og fylla pantanir. Þá hefur Musk sjálfur vakið neikvæða athygli með árásum á fjölmiðla og furðulegri uppákomu þar sem hann kallaði breskan kafara barnaníðing í tengslum við björgun ungra knattspyrnudrengja í Taílandi.Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að eftirspurn eftir bifreiðum Tesla sé enn mikil og fyrirtækið stefni að því að framleiða allt að 55.000 Model 3-bifreiðar á þessum ársfjórðungi. Stefnan sé tekin á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,3
10
177.147
REITIR
1,17
12
167.607
SJOVA
0,95
3
62.690
SYN
0,81
5
23.431
KVIKA
0,28
27
121.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,92
10
424.307
SKEL
-1,7
16
37.021
MAREL
-1,12
46
622.096
REGINN
-0,79
8
61.848
ICEAIR
-0,71
111
328.144
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.