Bandaríkjastjórn kyndir enn undir viðskiptastríði við Kína Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 22:54 Verð á bandarískum sojabaunum hefur fallið eftir að Trump lagði innflutningstolla á kínverskar vörur og Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Kína er stærsti innflytjandi baunanna. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta íhugar nú að leggja 25% innflutningstoll á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Kínverjar hafa hótað því að svara í sömu mynt. Hugmyndin sem kemur frá Trump forseta er meira en tvöföldun á hlutfalli tolla sem hann hafði áður lagt til. Bandaríkin lögðu 25% toll á vörur frá Kína upp á 34 milljarða dollara sem tóku gildi 6. júlí. Kínversk stjórnvöld lögðu tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum á móti. Til stóð að Bandaríkin legðu enn frekari tolla á kínverskar vörur að andvirði 50 milljarða dollara í heildina. Hótanir Trump-stjórnarinnar nú ganga enn lengra og auka hættuna á viðskiptastríði á milli stórveldanna tveggja. Hvíta húsið segir að tollarnir séu svar við því sem það kallar „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja sem hafi leitt til þess að það halli á Bandaríkin í viðskiptum ríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gætu innflutningstollar verið lagðar á allt að 6.000 vörutegundir, þar á meðal efni, vefnaðarvöru, steinefni og neytendavörur af ýmsu tagi. Tollarnir gætu tekið gildi í september að loknu umsagnartímabili. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta íhugar nú að leggja 25% innflutningstoll á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Kínverjar hafa hótað því að svara í sömu mynt. Hugmyndin sem kemur frá Trump forseta er meira en tvöföldun á hlutfalli tolla sem hann hafði áður lagt til. Bandaríkin lögðu 25% toll á vörur frá Kína upp á 34 milljarða dollara sem tóku gildi 6. júlí. Kínversk stjórnvöld lögðu tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum á móti. Til stóð að Bandaríkin legðu enn frekari tolla á kínverskar vörur að andvirði 50 milljarða dollara í heildina. Hótanir Trump-stjórnarinnar nú ganga enn lengra og auka hættuna á viðskiptastríði á milli stórveldanna tveggja. Hvíta húsið segir að tollarnir séu svar við því sem það kallar „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja sem hafi leitt til þess að það halli á Bandaríkin í viðskiptum ríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gætu innflutningstollar verið lagðar á allt að 6.000 vörutegundir, þar á meðal efni, vefnaðarvöru, steinefni og neytendavörur af ýmsu tagi. Tollarnir gætu tekið gildi í september að loknu umsagnartímabili.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20