Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Baldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2018 07:15 Hermann Ingi Finnbjörnsson og Hlynur Þór Björnsson, tveir af eigendum Skiptimynt ehf. vísir/eyþór „Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið. Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
„Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið.
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57
50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32