Vilja að kyrrsetning á fasteignum, bílum og eignarhlutum Magnúsar verði staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 13:13 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið gert að vera viðstaddur þingfestingu á stefnu gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness 4. apríl næstkomandi. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, Gunnari Aðalsteinssyni, þar sem ekki hefur tekist að birt Magnúsi stefnuna. Málið varðar ásakanir Sameinaðs sílikons ehf. á hendur Magnúsi sem varða útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í stefnu Sameinaðs sílikons ehf. er farið fram á staðfestingu á kyrrsetningaraðgerðum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fer Sameinað sílikon fram á að Magnús verði dæmdur til að greiða félaginu 4,2 milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í bætur vegna málsins. Ef Magnús verður ekki viðstaddur þingfestinguna, eða tekur afstöðu til stefnunnar að einhverju leyti, má hann búast við því að útivistardómur gangi í málinu og kröfur Sameinaðs sílikon ehf. verði teknar til greina.United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta nú í janúar en um mitt síðasta ár var farið fram á greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Magnús var látinn fara sem forstjóri í fyrra en þegar nýir aðilar komu að rekstrinum og reyndi að átta sig á umfangi hans til að geta hafið endurskipulagningu vaknaði upp rökstuddur grunur um meint fjármálamisferli forstjórans fyrrverandi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið gert að vera viðstaddur þingfestingu á stefnu gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness 4. apríl næstkomandi. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, Gunnari Aðalsteinssyni, þar sem ekki hefur tekist að birt Magnúsi stefnuna. Málið varðar ásakanir Sameinaðs sílikons ehf. á hendur Magnúsi sem varða útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í stefnu Sameinaðs sílikons ehf. er farið fram á staðfestingu á kyrrsetningaraðgerðum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fer Sameinað sílikon fram á að Magnús verði dæmdur til að greiða félaginu 4,2 milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í bætur vegna málsins. Ef Magnús verður ekki viðstaddur þingfestinguna, eða tekur afstöðu til stefnunnar að einhverju leyti, má hann búast við því að útivistardómur gangi í málinu og kröfur Sameinaðs sílikon ehf. verði teknar til greina.United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta nú í janúar en um mitt síðasta ár var farið fram á greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Magnús var látinn fara sem forstjóri í fyrra en þegar nýir aðilar komu að rekstrinum og reyndi að átta sig á umfangi hans til að geta hafið endurskipulagningu vaknaði upp rökstuddur grunur um meint fjármálamisferli forstjórans fyrrverandi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28
Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00