Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis, í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð: Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð:
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15