Patrekur missir aðalmarkvörðinn löngu áður en hann tekur til starfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 17:15 Emil Nielsen er gíðarlegt efni. getty/Dave Winter Patrekur Jóhannesson fær ekki tækifæri til að þjálfa danska markvörðinn Emil Nielsen á næsta ári hjá Danmerkurmeisturum Skjern því félagið er búið að selja hann til franska stórliðsins Nantes.Þetta kemur fram á heimasíðu Skjern en þessi pattaralegi 21 árs gamli markvörður er vonarstjarna danska markvarðahersins í dag. Hann átti stóran þátt í því að gera Skjern að meisturum á síðustu leiktíð og þá hefur hann spilað vel í Meistaradeildinni vetur. Nielsen var með samning við Skjern út tímabilið 2021 en Nantes virkjaði klásúlu í samningi hans og borgaði samning danska markvarðarins upp. Hann klárar tímabilið með Skjern en fer svo til Frakklands. Patrekur þarf því að finna sér nýjan markvörð fyrir næsta vetur en Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er annar markvörður Skjern í dag á eftir Nielsen. Patrekur getur því gert Björgvin að aðalmarkverði liðsins. „Sem félag erum við ótrúleg stolt af af því að eitt besta lið Evrópu vill fá Emil en að því sögðu erum við öll rosalega pirruð því við héldum að hann myndi vera hjá okkur allavega eitt tímabil í viðbót. Emil er ótrúlegur markvörður með óendanlega hæfileika,“ segir Carsten Thygesen, formaður Skjern. Nielsen kom frá Árósum fyrir síðustu leiktíð og sló í gegn á fyrsta ári með Skjern og nú tekur hann næsta skref á ferlinum er hann fer frá vestur-Jótlandi til Frakklands. „Ég gæti skrifað 20 blaðsíður um hvað Skjern skiptir mig miklu máli. Það hafði trú á mér þegar að ég var langt niðri vegna veikinda minna,“ segir Nielsen sem hefur glímt við alvarleg veikindi. „Ég mun standa í þakkarskuld við Skjern að eilífu.“ Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar byrjaðir að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara Selfoss þarf að finna sér nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð þar sem Patrekur er á leið til Danmerkur. 20. desember 2018 06:00 Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45 Patrekur: Ekki viss um að ég hefði spáð í þessu ef þetta hefði verið annað lið Ítarlegt viðtal við Patrek sem yfirgefur landsteinanna næsta sumar. 20. desember 2018 07:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Patrekur Jóhannesson fær ekki tækifæri til að þjálfa danska markvörðinn Emil Nielsen á næsta ári hjá Danmerkurmeisturum Skjern því félagið er búið að selja hann til franska stórliðsins Nantes.Þetta kemur fram á heimasíðu Skjern en þessi pattaralegi 21 árs gamli markvörður er vonarstjarna danska markvarðahersins í dag. Hann átti stóran þátt í því að gera Skjern að meisturum á síðustu leiktíð og þá hefur hann spilað vel í Meistaradeildinni vetur. Nielsen var með samning við Skjern út tímabilið 2021 en Nantes virkjaði klásúlu í samningi hans og borgaði samning danska markvarðarins upp. Hann klárar tímabilið með Skjern en fer svo til Frakklands. Patrekur þarf því að finna sér nýjan markvörð fyrir næsta vetur en Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, er annar markvörður Skjern í dag á eftir Nielsen. Patrekur getur því gert Björgvin að aðalmarkverði liðsins. „Sem félag erum við ótrúleg stolt af af því að eitt besta lið Evrópu vill fá Emil en að því sögðu erum við öll rosalega pirruð því við héldum að hann myndi vera hjá okkur allavega eitt tímabil í viðbót. Emil er ótrúlegur markvörður með óendanlega hæfileika,“ segir Carsten Thygesen, formaður Skjern. Nielsen kom frá Árósum fyrir síðustu leiktíð og sló í gegn á fyrsta ári með Skjern og nú tekur hann næsta skref á ferlinum er hann fer frá vestur-Jótlandi til Frakklands. „Ég gæti skrifað 20 blaðsíður um hvað Skjern skiptir mig miklu máli. Það hafði trú á mér þegar að ég var langt niðri vegna veikinda minna,“ segir Nielsen sem hefur glímt við alvarleg veikindi. „Ég mun standa í þakkarskuld við Skjern að eilífu.“
Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar byrjaðir að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara Selfoss þarf að finna sér nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð þar sem Patrekur er á leið til Danmerkur. 20. desember 2018 06:00 Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45 Patrekur: Ekki viss um að ég hefði spáð í þessu ef þetta hefði verið annað lið Ítarlegt viðtal við Patrek sem yfirgefur landsteinanna næsta sumar. 20. desember 2018 07:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Selfyssingar byrjaðir að líta í kringum sig eftir nýjum þjálfara Selfoss þarf að finna sér nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð þar sem Patrekur er á leið til Danmerkur. 20. desember 2018 06:00
Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45
Patrekur: Ekki viss um að ég hefði spáð í þessu ef þetta hefði verið annað lið Ítarlegt viðtal við Patrek sem yfirgefur landsteinanna næsta sumar. 20. desember 2018 07:00