Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 11:41 Jón Viðar Arnþórsson og félagar stefna að opnun síðar í mánuðinum. vísir Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan. Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58