Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2018 19:15 Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira