Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Krónan mun veikjast þegar aflandskrónum verður leyft að sleppa úr landi að mati hagfræðinga. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira