Vilja meta fjárhagslegt tjón lífeyrissjóðanna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. janúar 2018 07:15 Ellefu lífeyrissjóðir töpuðu hundruðum milljóna vegna fjárfestingar í tískuversluninni Duchamp. Nordicphotos/Getty Fagfjárfestasjóðurinn Arev NII hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddir verði matsmenn til þess að meta fjárhagslegt tjón sem sjóðurinn og hluthafar hans, einkum íslenskir lífeyrissjóðir, hafi orðið fyrir vegna vanhalda félaga í eigu Jóns Schevings Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Arev verðbréfafyrirtækis, á greiðslu hlutafjár í samræmi við hlutafjárloforð. Umrædd matsbeiðni beinist gegn Arev, Jóni Scheving og Sjóvá-Almennum líftryggingum. Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, sem er stjórnarformaður sjóðsins, segir aðspurður ekki hafa verið ákveðið hvort sjóðurinn leiti frekari lagalegra úrræða vegna málsins. Jón Scheving vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Þeir ellefu lífeyrissjóðir, auk fjögurra annarra fjárfesta, sem lögðu fé í Arev NII töpuðu yfir hálfum milljarði króna á fjárfestingu sjóðsins í Duchamp, tískuverslun í miðborg Lundúna, en verslunin fékk heimild til greiðslustöðvunar í júlí árið 2016. Sjóðurinn keypti verslunina í mars árið 2015 af Földungi, félagi í eigu slitabús Glitnis, og nam kaupverðið um tveimur milljónum punda. Tap sjóðsins af fjárfestingum nam 564 milljónum króna árið 2015 samkvæmt ársreikningi hans. Alls tapaði sjóðurinn 665 milljónum króna á árinu.66 milljónir ógreiddar Fagfjárfestasjóðnum, sem var ætlað að fjárfesta í smærri verslunarfyrirtækjum, var komið á fót árið 2014. Voru það einkum lífeyrissjóðir sem gerðust hluthafar í sjóðnum, sem starfsmenn Arev stýrðu, auk tryggingafélagsins Sjóvár og félaga í eigu Jóns Schevings. Hluthafar skuldbundu sig til þess að leggja sjóðnum til hlutafé í samræmi við þær fjárfestingar sem ráðist yrði í – en nafnverð hlutafjár átti að vera tæplega 660 milljónir króna í lok árs 2016 – og stóðu allir skil á sínum hlut fyrir utan félög tengd Jóni. Í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2016 kemur fram að eitt félag Jóns, Arev Brands, eigi enn ógreiddar um 66 milljónir króna. Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Arev.Greint var frá því í Morgunblaðinu haustið 2016 að þegar ljóst var orðið að Arev NII þurfti að leggja Duchamp til lánsfé, til að tryggja rekstrargrundvöll verslunarinnar, hefði það sett strik í reikninginn að hlutafjárloforð félaga Jóns skilaði sér ekki. Þannig hefðu vanhöld á innborgun hlutafjárins valdið því að ekki reyndist unnt að inna af hendi þá lánafyrirgreiðslu sem til stóð og það hefði leitt til þess að Duchamp gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína. Skipt var um stjórn í Arev NII og eignastýringarsamningi við Arev sagt upp á hluthafafundi í lok maí 2016. Var þá haft eftir nýjum stjórnarformanni, Gunnari Sturlusyni, að Fjármálaeftirlitinu hefði verið tilkynnt um alvarlegar misfellur í rekstri Arev NII.Kanna lagalega stöðu Fjárfestingin í Duchamp, sem var eina fjárfesting sjóðsins, er talin að fullu töpuð. Sjóðurinn féll auk þess frá skuldbindandi tilboði í 65 prósenta hlut í Múrbúðinni sem lagt hafði verið fram í tíð fyrri stjórnar sjóðsins. Matsbeiðni sjóðsins, sem verður þingfest á föstudag, gefur til kynna að hann kanni nú lagalega stöðu sína með tilliti til mögulegra bótakrafna á hendur Arev. Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærsti hluthafi Arev NII í lok árs 2016 með 18,4 prósenta hlut, en þar á eftir komu lífeyrissjóðirnir Gildi og Stapi með 14,9 prósenta hlut. Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Uppfært kl. 8:50: Markaðinum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Scheving Thorsteinssyni:„Þar sem stjórnarformaður Arev NII hefur kosið að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum er rétt að eftirfarandi komi fram:1) Eignarhaldsfélagið Arev ábyrgðist kaup á fatakeðjunni Duchamp eins og það gerði gjarnan fyrir sjóði á vegum verðbréfafyrirtækisins Arev.2) Sjóðurinn Arev NII greiddi einungis 80% kaupverðsins og hélt eftir mismuninum, en Eignarfélagið Arev bar ábyrgð á því sem út af stóð eða um 70 m. kr.3) Allar ákvarðanir um kaup og lán til Duchamp voru teknar af fjárfestingaráði og hagsmunaráði sjóðsins sem í sátu fulltrúar eigenda.4) Það er vissulega rétt að félög Arev náðu ekki að greiða hlutafjárframlög að fullu. Í hluthafasamkomulagi aðila voru ítarleg ákvæði um hvernig brugðist skyldi við ef slík staða kæmi upp.5) Fráleitt er að tap vegna fjárfestingarinnar verði rakið til þess að Arev varð að falla frá hluta af hlutafjárloforðum sínum.6) Ákvörðun um að styðja ekki frekar við Duchamp var tekin af meirihlutaeigendum félagsins 24 dögum eftir að fram kom að annað Arev félaganna yrði að falla frá hlutafjárloforðum sínum og var rekstur Duchamp, vörumerki, vefur og einkaleyfi seldur til stjórnenda og fjárfesta á þeirra vegum sem reka fatakeðjuna í dag sbr. www.Duchamplondon.com. Arev hefur orðið fyrir ríflega 200 m. kr. tapi vegna málsins.Tekið verður til varnar fyrir dómi í málinu ef til þess kemur, en þess freistað að reka það ekki í fjölmiðlum.“ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Fagfjárfestasjóðurinn Arev NII hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddir verði matsmenn til þess að meta fjárhagslegt tjón sem sjóðurinn og hluthafar hans, einkum íslenskir lífeyrissjóðir, hafi orðið fyrir vegna vanhalda félaga í eigu Jóns Schevings Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Arev verðbréfafyrirtækis, á greiðslu hlutafjár í samræmi við hlutafjárloforð. Umrædd matsbeiðni beinist gegn Arev, Jóni Scheving og Sjóvá-Almennum líftryggingum. Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, sem er stjórnarformaður sjóðsins, segir aðspurður ekki hafa verið ákveðið hvort sjóðurinn leiti frekari lagalegra úrræða vegna málsins. Jón Scheving vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Þeir ellefu lífeyrissjóðir, auk fjögurra annarra fjárfesta, sem lögðu fé í Arev NII töpuðu yfir hálfum milljarði króna á fjárfestingu sjóðsins í Duchamp, tískuverslun í miðborg Lundúna, en verslunin fékk heimild til greiðslustöðvunar í júlí árið 2016. Sjóðurinn keypti verslunina í mars árið 2015 af Földungi, félagi í eigu slitabús Glitnis, og nam kaupverðið um tveimur milljónum punda. Tap sjóðsins af fjárfestingum nam 564 milljónum króna árið 2015 samkvæmt ársreikningi hans. Alls tapaði sjóðurinn 665 milljónum króna á árinu.66 milljónir ógreiddar Fagfjárfestasjóðnum, sem var ætlað að fjárfesta í smærri verslunarfyrirtækjum, var komið á fót árið 2014. Voru það einkum lífeyrissjóðir sem gerðust hluthafar í sjóðnum, sem starfsmenn Arev stýrðu, auk tryggingafélagsins Sjóvár og félaga í eigu Jóns Schevings. Hluthafar skuldbundu sig til þess að leggja sjóðnum til hlutafé í samræmi við þær fjárfestingar sem ráðist yrði í – en nafnverð hlutafjár átti að vera tæplega 660 milljónir króna í lok árs 2016 – og stóðu allir skil á sínum hlut fyrir utan félög tengd Jóni. Í ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2016 kemur fram að eitt félag Jóns, Arev Brands, eigi enn ógreiddar um 66 milljónir króna. Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Arev.Greint var frá því í Morgunblaðinu haustið 2016 að þegar ljóst var orðið að Arev NII þurfti að leggja Duchamp til lánsfé, til að tryggja rekstrargrundvöll verslunarinnar, hefði það sett strik í reikninginn að hlutafjárloforð félaga Jóns skilaði sér ekki. Þannig hefðu vanhöld á innborgun hlutafjárins valdið því að ekki reyndist unnt að inna af hendi þá lánafyrirgreiðslu sem til stóð og það hefði leitt til þess að Duchamp gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína. Skipt var um stjórn í Arev NII og eignastýringarsamningi við Arev sagt upp á hluthafafundi í lok maí 2016. Var þá haft eftir nýjum stjórnarformanni, Gunnari Sturlusyni, að Fjármálaeftirlitinu hefði verið tilkynnt um alvarlegar misfellur í rekstri Arev NII.Kanna lagalega stöðu Fjárfestingin í Duchamp, sem var eina fjárfesting sjóðsins, er talin að fullu töpuð. Sjóðurinn féll auk þess frá skuldbindandi tilboði í 65 prósenta hlut í Múrbúðinni sem lagt hafði verið fram í tíð fyrri stjórnar sjóðsins. Matsbeiðni sjóðsins, sem verður þingfest á föstudag, gefur til kynna að hann kanni nú lagalega stöðu sína með tilliti til mögulegra bótakrafna á hendur Arev. Lífeyrissjóður verslunarmanna var stærsti hluthafi Arev NII í lok árs 2016 með 18,4 prósenta hlut, en þar á eftir komu lífeyrissjóðirnir Gildi og Stapi með 14,9 prósenta hlut. Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Uppfært kl. 8:50: Markaðinum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Scheving Thorsteinssyni:„Þar sem stjórnarformaður Arev NII hefur kosið að fjalla um þetta mál í fjölmiðlum er rétt að eftirfarandi komi fram:1) Eignarhaldsfélagið Arev ábyrgðist kaup á fatakeðjunni Duchamp eins og það gerði gjarnan fyrir sjóði á vegum verðbréfafyrirtækisins Arev.2) Sjóðurinn Arev NII greiddi einungis 80% kaupverðsins og hélt eftir mismuninum, en Eignarfélagið Arev bar ábyrgð á því sem út af stóð eða um 70 m. kr.3) Allar ákvarðanir um kaup og lán til Duchamp voru teknar af fjárfestingaráði og hagsmunaráði sjóðsins sem í sátu fulltrúar eigenda.4) Það er vissulega rétt að félög Arev náðu ekki að greiða hlutafjárframlög að fullu. Í hluthafasamkomulagi aðila voru ítarleg ákvæði um hvernig brugðist skyldi við ef slík staða kæmi upp.5) Fráleitt er að tap vegna fjárfestingarinnar verði rakið til þess að Arev varð að falla frá hluta af hlutafjárloforðum sínum.6) Ákvörðun um að styðja ekki frekar við Duchamp var tekin af meirihlutaeigendum félagsins 24 dögum eftir að fram kom að annað Arev félaganna yrði að falla frá hlutafjárloforðum sínum og var rekstur Duchamp, vörumerki, vefur og einkaleyfi seldur til stjórnenda og fjárfesta á þeirra vegum sem reka fatakeðjuna í dag sbr. www.Duchamplondon.com. Arev hefur orðið fyrir ríflega 200 m. kr. tapi vegna málsins.Tekið verður til varnar fyrir dómi í málinu ef til þess kemur, en þess freistað að reka það ekki í fjölmiðlum.“
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira