Ekki bíða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Áttatíu prósent offeitra barna á grunnskólaaldri glíma við offitu fyrir lífstíð samkvæmt nýrri skýrslu bresku Barnalæknasamtakanna. Líkur eru á að ævi offeitra barna verði áratug styttri en jafnaldra þeirra, sem ekki glíma við offitu. Síðustu æviárin eru þessu fólki oft erfið. Mikil þyngd dregur úr getu fólks til að hreyfa sig, stunda útivist og hollt líferni. Það kemur í bakið á fólki. Við verðum berskjölduð fyrir kvillum, sem fylgja kyrrsetu. Þyngdin veldur álagi á líkamann, sem fer illa með stoðkerfið. Þannig skerðast lífsgæðin. Lærdómurinn er að fyrstu árin séu mikilvægust. Þá strax þarf að taka vandann föstum tökum. Á unglings- og fullorðinsárum er gjarnan erfitt fyrir einstaklinga að rjúfa vítahring óhollustu og hreyfingarleysis. Lengi býr að fyrstu gerð. Barnalæknasamtökin telja brýnt að löggjafinn og hið opinbera grípi inn í þessa atburðarás með almennum aðgerðum. Þeir mæla með vitundarvakningu, líkri þeirri sem næstum hefur náð að útrýma reykingum í okkar heimshluta. Fyrir örfáum árum var reykingafólk alls staðar – í bílnum, strætó, í flugvélum, heima við og á vinnustað þótti sjálfsagt að spúa óhollustunni yfir alla, líka þá sem ekki reyktu. Þessu var breytt með samstilltu átaki. Sambærilegar herferðir gegn offitu eru þegar farnar af stað í Bretlandi. Auglýsingar birtast á ljósvakanum, sem hvetja til hollra hátta og neyslu betri matar. Sjónum er mjög beint að sykri, sem lævíslega hefur verið bætt í matvörur á undanförnum árum. Ekki síst mjólkurafurðir, sem oft innihalda meiri sykur en súkkulaði. Eru svo seldar sem heilnæmar afurðir. Þannig er komið í bakið á grandalausu fólki. Barnalæknasamtökin vilja ganga langt. Þau vilja leggja blátt bann við auglýsingum á ruslfæði, einkum í tengslum við efni sem ætlað er börnum og unglingum. Þau vilja að búllum sem halda skyndibita að börnum í námunda við skóla verði lokað. Þau tala fyrir sykurskatti, ekki síst á gosdrykki. Við ættum að fylgjast grannt með þessari umræðu. Við erum meðal feitustu þjóða í Evrópu ef marka má mælingar, þrátt fyrir að við búum við ákjósanlegar aðstæður til heilbrigðs lífernis. Hér er nóg athafnasvæði, tært og heilnæmt loft, hreint vatn og víðast hvar prýðilegar aðstæður til íþróttaiðkunar og afþreyingar, ekki bara fyrir afreksfólk heldur flestalla sem vilja stunda holla hreyfingu. En einhvers staðar strandar boðskapurinn. Hann nær ekki til allra. Offita og tilheyrandi vanheilsa kosta okkur stórfé í heilbrigðiskerfinu. Líklega fela forvarnir og góð leiðsögn í sér meiri sparnað en nokkuð annað í kerfinu. Ríkið hefur skattlagningarvaldið og á að beita því til neyslustýringar. Gjöld á óhollustu eiga að vera há. Æ augljósari rök eru fyrir því að flokka sykur með tóbaki og áfengi. Hið opinbera á að leitast við að gera öllum kleift að stunda heilbrigða hreyfingu. Einnig hvetja til lífsmynsturs, sem felur í sér aukna hreyfingu. Góðar almenningssamgöngur gera það. Borgarlínan er grein á þeim meiði. Íþróttalíf á Íslandi er til fyrirmyndar. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Hið opinbera getur ýtt við fólki og hjálpað því að taka ábyrgð á sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun
Áttatíu prósent offeitra barna á grunnskólaaldri glíma við offitu fyrir lífstíð samkvæmt nýrri skýrslu bresku Barnalæknasamtakanna. Líkur eru á að ævi offeitra barna verði áratug styttri en jafnaldra þeirra, sem ekki glíma við offitu. Síðustu æviárin eru þessu fólki oft erfið. Mikil þyngd dregur úr getu fólks til að hreyfa sig, stunda útivist og hollt líferni. Það kemur í bakið á fólki. Við verðum berskjölduð fyrir kvillum, sem fylgja kyrrsetu. Þyngdin veldur álagi á líkamann, sem fer illa með stoðkerfið. Þannig skerðast lífsgæðin. Lærdómurinn er að fyrstu árin séu mikilvægust. Þá strax þarf að taka vandann föstum tökum. Á unglings- og fullorðinsárum er gjarnan erfitt fyrir einstaklinga að rjúfa vítahring óhollustu og hreyfingarleysis. Lengi býr að fyrstu gerð. Barnalæknasamtökin telja brýnt að löggjafinn og hið opinbera grípi inn í þessa atburðarás með almennum aðgerðum. Þeir mæla með vitundarvakningu, líkri þeirri sem næstum hefur náð að útrýma reykingum í okkar heimshluta. Fyrir örfáum árum var reykingafólk alls staðar – í bílnum, strætó, í flugvélum, heima við og á vinnustað þótti sjálfsagt að spúa óhollustunni yfir alla, líka þá sem ekki reyktu. Þessu var breytt með samstilltu átaki. Sambærilegar herferðir gegn offitu eru þegar farnar af stað í Bretlandi. Auglýsingar birtast á ljósvakanum, sem hvetja til hollra hátta og neyslu betri matar. Sjónum er mjög beint að sykri, sem lævíslega hefur verið bætt í matvörur á undanförnum árum. Ekki síst mjólkurafurðir, sem oft innihalda meiri sykur en súkkulaði. Eru svo seldar sem heilnæmar afurðir. Þannig er komið í bakið á grandalausu fólki. Barnalæknasamtökin vilja ganga langt. Þau vilja leggja blátt bann við auglýsingum á ruslfæði, einkum í tengslum við efni sem ætlað er börnum og unglingum. Þau vilja að búllum sem halda skyndibita að börnum í námunda við skóla verði lokað. Þau tala fyrir sykurskatti, ekki síst á gosdrykki. Við ættum að fylgjast grannt með þessari umræðu. Við erum meðal feitustu þjóða í Evrópu ef marka má mælingar, þrátt fyrir að við búum við ákjósanlegar aðstæður til heilbrigðs lífernis. Hér er nóg athafnasvæði, tært og heilnæmt loft, hreint vatn og víðast hvar prýðilegar aðstæður til íþróttaiðkunar og afþreyingar, ekki bara fyrir afreksfólk heldur flestalla sem vilja stunda holla hreyfingu. En einhvers staðar strandar boðskapurinn. Hann nær ekki til allra. Offita og tilheyrandi vanheilsa kosta okkur stórfé í heilbrigðiskerfinu. Líklega fela forvarnir og góð leiðsögn í sér meiri sparnað en nokkuð annað í kerfinu. Ríkið hefur skattlagningarvaldið og á að beita því til neyslustýringar. Gjöld á óhollustu eiga að vera há. Æ augljósari rök eru fyrir því að flokka sykur með tóbaki og áfengi. Hið opinbera á að leitast við að gera öllum kleift að stunda heilbrigða hreyfingu. Einnig hvetja til lífsmynsturs, sem felur í sér aukna hreyfingu. Góðar almenningssamgöngur gera það. Borgarlínan er grein á þeim meiði. Íþróttalíf á Íslandi er til fyrirmyndar. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Hið opinbera getur ýtt við fólki og hjálpað því að taka ábyrgð á sjálfu sér.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun