Það var árið 1969, fyrir 49 árum, sem Hörður Guðmundsson hóf flugrekstur og þá byrjaði hann með sex sæta Cessnu 185. Nú er hann búinn kaupa stærri vél en nokkru sinni fyrr; Dornier 328.

„Yfir vetrarmánuðina líka þá er vaxandi hópur fólks sem nýtir sér einmitt flugið til þess að þurfa ekki að vera á varasömum vegum við erfiðar aðstæður.“
Fjórar Jetstream-skrúfuþotur Ernis þykja hraðfleygar á 420 kílómetra hraða en nýja vélin flýgur á 620 kílómetra hraða. Jetstream-vélarnar taka 19 farþega en sú nýja 32 farþega. Hörður vonast til að hún verði komin í rekstur innan tveggja mánaða á helstu innanlandsleiðum.

Einnig geti Dornier-vélin flogið fullhlaðin með 32 farþega á Bíldudal meðan Jetstream-vélarnar geti aðeins tekið tíu farþega þangað vegna stuttrar brautar. Auk fyrrgreindra staða er Ernir með áætlunarflug til Sauðárkróks og Gjögurs.
Hörður sér líka tækifæri í leiguflugi til nágrannalanda. Nýja vélin opni fjölda flugvalla, bæði á Grænlandi og í Norður-Noregi.

„Markmiðið er kannski til að byrja með tvær vélar á næstu kannski tveimur árum eða svo. En við getum líka séð fram á það, ef við skiptum núverandi flota út, þá gætum við rekið þessa áætlun okkar með þremur stærri vélum.“

„Það eru allsstaðar ágætis flugstöðvar úti um allt land nema í Reykjavík. Það er bara til háborinnar skammar fyrir flugvöllinn bara, myndi ég segja, að það hafi ekki verið hægt að byggja hér upp sómasamlega aðstöðu, öll þessi ár.“
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: