Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Nýrrar kynslóðar Nissan Leaf er beðið með mikilli eftirvæntingu, líka hér á landi. „Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira