Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“ Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. Um mitt ár 2016 innleiddi Seðlabanki Íslands sérstaka bindiskyldu sem felur í sér að 40 prósent af erlendum gjaldeyri sem kemur til landsins vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum, víxlum og innistæðum sem bera háa vexti er bundið á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn með bindiskyldunni, sem stundum er nefnd innflæðishöft í opinberri umræðu, er að hindra ofris íslensku krónunnar og koma í veg fyrir að mistökin úr síðasta góðæri séu endurtekin. Fyrir banka- og gjaldeyrishrunið varð gríðarlegt gjaldærisinnflæði sem leiddi til óeðlilega mikillar gengisstyrkingar krónunnar sem ekki var innistæða fyrir. Samhliða kynningu á ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum í morgun svaraði seðlabankastjóri gagnrýni sem hefur komið fram að undanförnu á sérstöku bindiskylduna. Því hefur verið haldið fram að bindiskyldan hafi stuðlað að hærri vöxtum og þá hefur tæknileg útfærsla hennar sætt gagnrýni. „Seðlabankinn er að draga úr líkum á því að gengi krónunnar ofrísi til skamms tíma og það skapist síðan meiri óstöðugleiki í framhaldinu. Svo er Seðlabankinn líka að gera þetta til að auka líkurnar á því að vaxtaákvarðanir hans skili sér út í aðra vexti. Það hefur sýnt sig að áður en bindiskyldan var lögð á um mitt ár 2016 hafði sú miðlun truflast all verulega. Eftir að hún var sett á hefur sú miðlun virkað nokkuð vel,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við fréttastofu. Sérstaka athygli vakti að Seðlabankinn sá ástæðu til að upplýsa um það sérstaklega fyrirfram að von væri á yfirlýsingu frá seðlabankastjóra um bindiskylduna á fundinum í morgun. Varð þetta til þess að margir markaðsðilar áttu von á tilkynningu um efnislegar breytingar á bindiskyldunni. Í yfirlýsingunni svaraði seðlabankastjóri gagnrýni á bindiskylduna en sagði svo að ekki væri ástæða til að endurskoða hana. Þeir sem væntingar höfðu til verulegra breytinga á bindiskyldunni hafa því líklega orðið fyrir vonbrigðum. Greining Arion banka sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta í markaðspunktum sínum sem komu út eftir hádegi en þar segir: „Um leið og við fögnum því að Seðlabankinn bregðist við gagnrýni og noti tækifæri sem þetta til að skýra nánar stefnu sína þá verður að segjast að innihald yfirlýsingarinnar sé ekki endilega þess eðlis að það kalli á sérstaka tilkynningu til fréttamiðla að von hafi verið á slíkri yfirlýsingu. Eðlilegra hefði verið að birta yfirlýsinguna fyrir opnun markaða líkt og gert var með yfirlýsingu peningastefnunefndar.“
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira