Tryggð við evruna ýtir upp eftirspurn eftir ítölskum ríkisskuldabréfum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júní 2018 16:00 Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu og Giovanni Tria fjármálaráðherra Ítalíu í þinghúsinu í Róm 6. júní sl. Vísir/EPA Yfirlýsing frá nýjum fjármálaráðherra Ítalíu um að Ítalir muni halda tryggð við evruna og gera allt til að verja fjármálastöðugleika hefur ýtt undir eftirspurn eftir ítölskum ríkisskuldabréfum og lækkað ávöxtunarkröfu um hálft prósentustig.Frá þessu er greint í FT. Giovanni Tria, nýr fjármálaráðherra Ítala, sagði í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera á sunnudag að ríkisstjórn Ítalíu hefði engin áform að hætta í evrusamstarfinu og ríkisstjórnin væri einbeitt í þeirri viðleitni að fyrirbyggja að markaðsaðstæður í ítalska hagkerfinu ýttu Ítölum út í þá vegferð.Hin pólitíska- og efnahagslega kreppa sem var handan við hornið á Ítalíu var túlkuð svona á forsíðu Economist á dögunum.Stóraukin eftirspurn eftir ítölskum 2 ára ríkissuldabréfum hefur lækkað ávöxtunarkröfuna á slík bréf um hálft prósent niður í 1,172 prósentum úr 2,731 prósentum en því hámarki náðu vaxtakrafa slíkra bréfa þegar óvissan var hvað mest um nýja ríkisstjórn popúlista á Ítalíu. Ávöxtunarkrafa á 10 ára bréfin hefur líka lækkað vegna aukinnar eftirspurnar um næstum 0,26 prósentustig niður í 2,873 prósent en var hæst 3,388 í síðasta mánuði. Yfirlýsingar Giovanni Tria um að halda tryggð við evruna hefur ekki þýðingu fyrir skuldabréfamarkaði heldur einnig stjórnmálalíf Evrópu í heild sinni. Þegar skuldakreppan reið yfir Grikkland og Spán á sínum tíma, skömmu eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna, óttuðust sérfræðingar í álfunni lengi vel að hún myndi smitast til Ítalíu. Lengi vel óttuðust hagfræðingar að ef Grikkir færu út úr evrusamstarfinu myndu Ítalir gera það líka. Það tókst hins vegar að afstýra mögulegri útgöngu Grikkja ýr myntsamtarfinu sumarið 2015 með samningum sem þóttu á þeim tíma niðurlægjandi fyrir Grikki. Úr fréttum Stöðvar 2 13. júlí 2015. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Yfirlýsing frá nýjum fjármálaráðherra Ítalíu um að Ítalir muni halda tryggð við evruna og gera allt til að verja fjármálastöðugleika hefur ýtt undir eftirspurn eftir ítölskum ríkisskuldabréfum og lækkað ávöxtunarkröfu um hálft prósentustig.Frá þessu er greint í FT. Giovanni Tria, nýr fjármálaráðherra Ítala, sagði í samtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera á sunnudag að ríkisstjórn Ítalíu hefði engin áform að hætta í evrusamstarfinu og ríkisstjórnin væri einbeitt í þeirri viðleitni að fyrirbyggja að markaðsaðstæður í ítalska hagkerfinu ýttu Ítölum út í þá vegferð.Hin pólitíska- og efnahagslega kreppa sem var handan við hornið á Ítalíu var túlkuð svona á forsíðu Economist á dögunum.Stóraukin eftirspurn eftir ítölskum 2 ára ríkissuldabréfum hefur lækkað ávöxtunarkröfuna á slík bréf um hálft prósent niður í 1,172 prósentum úr 2,731 prósentum en því hámarki náðu vaxtakrafa slíkra bréfa þegar óvissan var hvað mest um nýja ríkisstjórn popúlista á Ítalíu. Ávöxtunarkrafa á 10 ára bréfin hefur líka lækkað vegna aukinnar eftirspurnar um næstum 0,26 prósentustig niður í 2,873 prósent en var hæst 3,388 í síðasta mánuði. Yfirlýsingar Giovanni Tria um að halda tryggð við evruna hefur ekki þýðingu fyrir skuldabréfamarkaði heldur einnig stjórnmálalíf Evrópu í heild sinni. Þegar skuldakreppan reið yfir Grikkland og Spán á sínum tíma, skömmu eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna, óttuðust sérfræðingar í álfunni lengi vel að hún myndi smitast til Ítalíu. Lengi vel óttuðust hagfræðingar að ef Grikkir færu út úr evrusamstarfinu myndu Ítalir gera það líka. Það tókst hins vegar að afstýra mögulegri útgöngu Grikkja ýr myntsamtarfinu sumarið 2015 með samningum sem þóttu á þeim tíma niðurlægjandi fyrir Grikki. Úr fréttum Stöðvar 2 13. júlí 2015.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent