Harden og félagar í Houston Rockets með þristamet í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 08:00 Það var gaman hjá James Harden og félögum í nótt. Vísir/Getty Leikmenn Houston Rockets voru í miklu stuði í NBA-deildinni i körfubolta í nótt og settu nýtt met í þriggja stiga körfum. Alls skoruðu James Harden og félagar 26 þrista í stórsigri á Washington Wizards. Bæði NBA-meistarar Golden State Warriors og lið Boston Celtics urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum og þá vann lið Brooklyn Nets sinn sjöunda leik í röð.@JHarden13 tallies 35 PTS, 9 AST, fueling the @HoustonRockets 5th consecutive victory! #Rocketspic.twitter.com/JlNMBAUY2W — NBA (@NBA) December 20, 2018the @HoustonRockets knock down a new #NBA record 26 three-pointers in their 5th straight victory! #Rocketspic.twitter.com/OWkFy0WFxb — NBA (@NBA) December 20, 2018James Harden skoraði 35 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 136-118 sigur á Washington Wizards. Harden skoraði 6 af 26 þriggja stiga körfum liðsins í leiknum. Gamla metið í þriggja stiga körfum voru 25 þristar en það átti lið Cleveland Cavaliers frá 3. mars 207. Michael Carter-Williams skoraði 26 þriggja stiga körfuna 31 sekúndu fyrir leikslok og bætti þar með metið. Chris Paul var með 21 og 8 stoðsendingar en hann skoraði fimm þrista og Eric Gordon var með fjóra en alls skaut Houston liðið 55 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.@rudygobert27 controls the glass, putting up 17 PTS, 15 REB, 4 BLK in the @utahjazz home victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/5vvVeyW9wZ — NBA (@NBA) December 20, 2018Joe Ingles og Rudy Gobert voru í fararbroddi þegar Utah Jazz vann 108-103 sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, Ingles skoraði 20 stig og Gobert var með 17 stig og 15 fráköst. Jae Crowder skoraði 18 stig og Utah vann þótt að Donovan Mitchell hitti aðeins úr 5 af 26 skotum sínum. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 32 stig og Kevin Durant bætti við 30 stigum en þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu átta leikjum. Durant komst upp fyrir Gary Payton (21.813 stig) og upp í 32. sæti yfir stigahæstu leikmen NBA-sögunnar.#TimeToRise@DeandreAyton records a monster double-double of 23 PTS, 18 REB on 10-14 shooting to propel the @Suns in Boston! #NBARookspic.twitter.com/toBbJZxC0T — NBA (@NBA) December 20, 2018Devin Booker skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 111-103 sigur á Boston Celtics og það í Boston. Þetta var fjórði sigur Suns-liðsins í röð. Nýliðinn Deandre Ayton var frábær hjá Phoenix með 23 stig og 18 fráköst en Phoenix er búið að vinna jafnmarga leiki í síðustu fjórum leikjum (4) og liðið vann í fyrstu 28 (4). Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Jayson Tatum skoraði 18 stig. Þetta var annað tap Boston liðsins í röð eftir að hafa verið á átta leikja sigurgöngu þar á undan.@BenSimmons25's (13 PTS, 11 REB, 10 AST) 4th triple-double of the season for the @sixers! #HereTheyComepic.twitter.com/VzdYr88WVN — NBA (@NBA) December 20, 2018Joel Embiid var með 24 stig og 10 fráköst og Ben Simmons bætti við sinni annarri þrennu í síðustu þremur leikjum þegar Philadelphia 76ers vann 131-109 sigur á New York Knicks. Simmons endaði með 13 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en Jimmy Butler var líka með 20 stig. 76ers liðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.@blakegriffin23 (34 PTS) & @drose (33 pts) duel in Minneapolis, as the @DetroitPistons outlast MIN in overtime! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QdS8YmZ2P5 — NBA (@NBA) December 20, 2018Blake Griffin skoraði 34 stig og Reggie Bullock var með 33 stig þegar Detroit Pistons vann 129-123 útisigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik. Pistons liðið var fjórtán stigum undir í fjórða leikhluta en hitti úr 9 af 13 þriggja stiga körfum í honum og kom leiknum í framlengingu.Grikkinn Giannis Antetokounmpo gældi við þrennuna með 25 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum þegar Milwaukee Bucks vann 123-115 sigur á New Orleans Pelicans.Paul George was locked in from the jump and finished with 43 PTS, 12 REB, 7 AST in the @okcthunder road W! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/u9i6fjYmvW — NBA.com/Stats (@nbastats) December 20, 2018Úrslitin í NBA í nótt: Utah Jazz - Golden State Warriors 108-103 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 93-96 Houston Rockets - Washington Wizards 136-118 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 123-115 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 123-129 (118-118) Boston Celtics - Phoenix Suns 103-111 Toronto Raptors - Indiana Pacers 99-96 Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 110-99 Orlando Magic - San Antonio Spurs 90-129 Philadelphia 76ers - New York Knicks 131-109 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Leikmenn Houston Rockets voru í miklu stuði í NBA-deildinni i körfubolta í nótt og settu nýtt met í þriggja stiga körfum. Alls skoruðu James Harden og félagar 26 þrista í stórsigri á Washington Wizards. Bæði NBA-meistarar Golden State Warriors og lið Boston Celtics urðu að sætta sig við tap í sínum leikjum og þá vann lið Brooklyn Nets sinn sjöunda leik í röð.@JHarden13 tallies 35 PTS, 9 AST, fueling the @HoustonRockets 5th consecutive victory! #Rocketspic.twitter.com/JlNMBAUY2W — NBA (@NBA) December 20, 2018the @HoustonRockets knock down a new #NBA record 26 three-pointers in their 5th straight victory! #Rocketspic.twitter.com/OWkFy0WFxb — NBA (@NBA) December 20, 2018James Harden skoraði 35 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 136-118 sigur á Washington Wizards. Harden skoraði 6 af 26 þriggja stiga körfum liðsins í leiknum. Gamla metið í þriggja stiga körfum voru 25 þristar en það átti lið Cleveland Cavaliers frá 3. mars 207. Michael Carter-Williams skoraði 26 þriggja stiga körfuna 31 sekúndu fyrir leikslok og bætti þar með metið. Chris Paul var með 21 og 8 stoðsendingar en hann skoraði fimm þrista og Eric Gordon var með fjóra en alls skaut Houston liðið 55 sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.@rudygobert27 controls the glass, putting up 17 PTS, 15 REB, 4 BLK in the @utahjazz home victory! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/5vvVeyW9wZ — NBA (@NBA) December 20, 2018Joe Ingles og Rudy Gobert voru í fararbroddi þegar Utah Jazz vann 108-103 sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, Ingles skoraði 20 stig og Gobert var með 17 stig og 15 fráköst. Jae Crowder skoraði 18 stig og Utah vann þótt að Donovan Mitchell hitti aðeins úr 5 af 26 skotum sínum. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 32 stig og Kevin Durant bætti við 30 stigum en þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu átta leikjum. Durant komst upp fyrir Gary Payton (21.813 stig) og upp í 32. sæti yfir stigahæstu leikmen NBA-sögunnar.#TimeToRise@DeandreAyton records a monster double-double of 23 PTS, 18 REB on 10-14 shooting to propel the @Suns in Boston! #NBARookspic.twitter.com/toBbJZxC0T — NBA (@NBA) December 20, 2018Devin Booker skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 111-103 sigur á Boston Celtics og það í Boston. Þetta var fjórði sigur Suns-liðsins í röð. Nýliðinn Deandre Ayton var frábær hjá Phoenix með 23 stig og 18 fráköst en Phoenix er búið að vinna jafnmarga leiki í síðustu fjórum leikjum (4) og liðið vann í fyrstu 28 (4). Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Jayson Tatum skoraði 18 stig. Þetta var annað tap Boston liðsins í röð eftir að hafa verið á átta leikja sigurgöngu þar á undan.@BenSimmons25's (13 PTS, 11 REB, 10 AST) 4th triple-double of the season for the @sixers! #HereTheyComepic.twitter.com/VzdYr88WVN — NBA (@NBA) December 20, 2018Joel Embiid var með 24 stig og 10 fráköst og Ben Simmons bætti við sinni annarri þrennu í síðustu þremur leikjum þegar Philadelphia 76ers vann 131-109 sigur á New York Knicks. Simmons endaði með 13 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar en Jimmy Butler var líka með 20 stig. 76ers liðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.@blakegriffin23 (34 PTS) & @drose (33 pts) duel in Minneapolis, as the @DetroitPistons outlast MIN in overtime! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QdS8YmZ2P5 — NBA (@NBA) December 20, 2018Blake Griffin skoraði 34 stig og Reggie Bullock var með 33 stig þegar Detroit Pistons vann 129-123 útisigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik. Pistons liðið var fjórtán stigum undir í fjórða leikhluta en hitti úr 9 af 13 þriggja stiga körfum í honum og kom leiknum í framlengingu.Grikkinn Giannis Antetokounmpo gældi við þrennuna með 25 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum þegar Milwaukee Bucks vann 123-115 sigur á New Orleans Pelicans.Paul George was locked in from the jump and finished with 43 PTS, 12 REB, 7 AST in the @okcthunder road W! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/u9i6fjYmvW — NBA.com/Stats (@nbastats) December 20, 2018Úrslitin í NBA í nótt: Utah Jazz - Golden State Warriors 108-103 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 93-96 Houston Rockets - Washington Wizards 136-118 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 123-115 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 123-129 (118-118) Boston Celtics - Phoenix Suns 103-111 Toronto Raptors - Indiana Pacers 99-96 Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 110-99 Orlando Magic - San Antonio Spurs 90-129 Philadelphia 76ers - New York Knicks 131-109
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira