Körfubolti

Dómaranefnd kærir Arnar fyrir innrásina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/skjáskot/s2s
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Domino's deild karla í körfubolta, verður kærður til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.

Arnar var ósáttur við dómara leiks Stjörnunnar og KR á sunnudaginn og strunsaði inn á miðjan völlinn á meðan leiknum stóð í Mathús Garðabæjarhöllinni.

Dómarar leiksins ákváðu að gefa Arnari tæknivillu fyrir.



Karfan.is greindi frá því að skrifstofa KKÍ hafi staðfest við miðilinn að dómaranefnd sambandsins hafi ákveðið að kæra Arnar til aga- og úrskurðarnefndar.

Dómaranefnd hefur kæruvald til aganefndar og ákvað að nýta sér það vald. Stjarnan hefur verið látin vita af kærunni og verður málið að öllum líkindum tekið fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar í næstu viku.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu atvikið í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.

„Ég er búinn að ræða við Kristinn og Sigmund og þeir segja að það hafi verið mistök af þeirra hálfu að henda honum ekki út úr húsinu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, sagði eftir leikinn að þetta hafi verið klókt hjá Arnari því leikmenn KR voru slegnir út af laginu eftir atvikið.

Stjarnan vann leikinn 95-84 en KR hafði verið með yfirhöndina í fyrsta leikhluta fram að þessu atviki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×