Norsku stelpurnar í fimmta sæti á EM eftir fjórða stórsigurinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2018 14:30 Veronica Kristiansen. Vísir/EPA Norska kvennalandsliðið í handbolta er ennþá eitt það besta í Evrópu en fór bara alltof seint af stað á EM í Frakklandi. Norsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið á mótinu með níu marka sigri á Svíum í dag, 38-29. Fimmta sætið er mikil vonbrigði fyrir Þóri Hergeirsson og stelpurnar hans en þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2000 sem norsku stelpurnar spila ekki um verðlaun. Þetta er líka slakasti árangur liðsins undir stjórn Þóris. Liðið endaði líka í fimmta sæti á HM í Serbíu 2015. Veronica Kristiansen var markahæst í norska liðinu með 6 mörk úr 7 skotum, Linn Jörum Sulland skoraði 5 mörk og þær Stine Bredal Oftedal, Henny Reistad og Sanna Solberg voru allar með fjögur mörk. Besti maður liðsins var aftur á móti tvíburasystir Sanna Solberg, markvörðurinn Silje Solberg, sem varði 18 skot eða 50% skota sem komu á hana í leiknum. Silje var líka valin besti maður vallarins af mótshöldurum. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðilinn en vann þar alla þrjá leiki sína með ellefu mörkum að meðaltali. Norska liðinu vantaði aðeins eitt mark í viðbót til að komast í undanúrslitin á kostnað Rúmeníu. Þórir Hergeirsson var í miklum vandræðum með liðið sitt í riðlinum þar sem þær norsku töpuðu tveimur af þremur leikjum og lágu meðal annars með átta mark mun á móti Rúmeníu. Útlitið var því svart fyrir keppni í milliriðlum og á endanum varð þessi slæma byrjun á mótinu norska liðinu að falli. Norsku stelpurnar sýndu aftur á móti styrk sinn með því að vinna fjóra síðustu leiki sína á mótinu með samtals 42 mörkum eða 10,5 mörkum að meðaltali í leik. Sænsku stelpunar hengu í þeim norsku framan af og náðu meðal annars að jafna metin í 10-10. Þá komu sjö norsk mörk í röð á aðeins sjö mínútum og norska liðið komið í 17-10. Noregur skoraði síðan alls 22 mörk í fyrri hálfleiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14. Sigur norsku stelpnanna var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum sem norska liðið vann þá bæði 16-15. Handbolti Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta er ennþá eitt það besta í Evrópu en fór bara alltof seint af stað á EM í Frakklandi. Norsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið á mótinu með níu marka sigri á Svíum í dag, 38-29. Fimmta sætið er mikil vonbrigði fyrir Þóri Hergeirsson og stelpurnar hans en þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2000 sem norsku stelpurnar spila ekki um verðlaun. Þetta er líka slakasti árangur liðsins undir stjórn Þóris. Liðið endaði líka í fimmta sæti á HM í Serbíu 2015. Veronica Kristiansen var markahæst í norska liðinu með 6 mörk úr 7 skotum, Linn Jörum Sulland skoraði 5 mörk og þær Stine Bredal Oftedal, Henny Reistad og Sanna Solberg voru allar með fjögur mörk. Besti maður liðsins var aftur á móti tvíburasystir Sanna Solberg, markvörðurinn Silje Solberg, sem varði 18 skot eða 50% skota sem komu á hana í leiknum. Silje var líka valin besti maður vallarins af mótshöldurum. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðilinn en vann þar alla þrjá leiki sína með ellefu mörkum að meðaltali. Norska liðinu vantaði aðeins eitt mark í viðbót til að komast í undanúrslitin á kostnað Rúmeníu. Þórir Hergeirsson var í miklum vandræðum með liðið sitt í riðlinum þar sem þær norsku töpuðu tveimur af þremur leikjum og lágu meðal annars með átta mark mun á móti Rúmeníu. Útlitið var því svart fyrir keppni í milliriðlum og á endanum varð þessi slæma byrjun á mótinu norska liðinu að falli. Norsku stelpurnar sýndu aftur á móti styrk sinn með því að vinna fjóra síðustu leiki sína á mótinu með samtals 42 mörkum eða 10,5 mörkum að meðaltali í leik. Sænsku stelpunar hengu í þeim norsku framan af og náðu meðal annars að jafna metin í 10-10. Þá komu sjö norsk mörk í röð á aðeins sjö mínútum og norska liðið komið í 17-10. Noregur skoraði síðan alls 22 mörk í fyrri hálfleiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14. Sigur norsku stelpnanna var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum sem norska liðið vann þá bæði 16-15.
Handbolti Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira