Fyrstu liðsfélagarnir með þrennu í sama leiknum í ellefu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 09:30 Ekki allir fá að spila með átrúnaðargoðum sínum, hvað þá að skrifa sig í sögubækurnar með þeim vísir/getty LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99 NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira