Landsliðsmenn fá meiri hvíld og Meistaradeildarliðum fækkar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:00 Síðasta vetur kom upp sú staða að Rhein-Neckar Löwen átti að spila leik í Meistaradeild Evrópu og þýsku Bundesligunni sama daginn. vísir/getty Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram. Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Evrópska handboltasambandið hefur staðfest allsherjar breytingar á Evrópukeppnum félagsliða í handbolta og landsliðsgluggar munu færast til að tryggja betri hvíld bestu leikmanna heims. Stjórn EHF kom saman í Frakklandi um helgina en úrslitaleikur EM kvenna fer fram í París seinna í dag. Liðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður fækkað úr 28 í 16 frá og með tímabilinu 2020-21. Spilaði verður í tveimur átta liða riðlum með hefðbundnu riðlafyrirkomulagi, allir spila við alla heima og heiman. Liðin í 3.-6. sæti í riðlunum mætast í „umspili“ um sæti í átta liða úrslitum en efstu tvö liðin úr hvorum riðli fara beint þangað. Undanúrslit og úrslit verða leikinn yfir eina Final4 helgi eins og verið hefur síðustu ár. Keppnisfyrirkomulagið verður eins bæði fyrir karla og konur.Evrópudeildin í handbolta EHF bikarinn, næst sterkasta Evrópukeppnin, gengur í gegnum allsherjar breytingar og verður nú Evrópska handboltadeildin. 24 lið verða í riðlakeppninni í fjórum sex liða riðlum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fjórir fjögurra liða riðla svo þar er töluverð fjölgun á. Í fréttatilkynningu EHF kemur ekki fram hvernig forkeppnin fyrir riðlakeppnina verður eða hvaðan liðin sem fara í þessa keppni koma. Þar sem það er töluverð fækkun á liðum í Meistaradeildinni fer megnið af þeim liðum sem þar eru líklega inn í þessa keppni. Þriðja Evrópukeppnin, Áskorendabikar Evrópu, fær að taka nafn EHF bikarsins. Leikir í Meistaradeildinni og nýju Evrópudeildinni verða fastir í miðri viku. Meistaradeildin á miðvikudögum og fimmtudögum, Evrópudeildin á þriðjudögum. Þó það komi ekki fram í tilkynningunni þá þýðir þetta líklega að hefðbundnar deildir hafa sína leiki um helgar og skörun á deildarleikjum heima fyrir og Evrópuleikjum minnkar.Engir 17. júní landsleikir í Höllinni Þá hefur EHF gert breytingar á landsliðsgluggum til þess að gefa sterkustu leikmönnunum sem spila hvað mest meira frí. Lengi hefur verið spilað um miðjan júní í undankeppnum stórmóta en sá gluggi verður færður til mánaðarmóta apríl og maí. Það þýðir að þegar tímabilin hjá félagsliðunum eru búin ættu leikmenn að geta farið í sumarfrí. Þá verður Final4 helgin formlegur endir keppnistímabilsins í Evrópu frá 2021. Hún verður haldin í endan maí hjá kvennaliðum en í júní hjá körlunum. Allar deildir Evrópu munu vera skyldugar til þess að klára sín tímabil í það minnsta einni viku áður en Final4 helgarnar fara fram.
Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira