Handbolti

Þórir í vandræðum í Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir hugsi.
Þórir hugsi. vísir/afp
Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru í vandræðum eftir átta marka tap gegn Rúmeníu í kvöld á EM í handbolta, 31-23.

Noregur hefur aldrei tapað jafn stórt á EM eins og í kvöld og tapið gerir það að verkum að liðið er án stiga er keppni í milliriðlum hefst. Það gerir verkið afar erfitt ætli norska liðið sér í undanúrslit.

Í liði norska liðsins voru það þær Malin Aune og Veronica Kristiansen sem voru markahæstar með fimm mörk hvor en þær norsku réðu ekkert við Cristina-Georgiana Neagu sem gerði ellefu mörk fyrir Rúmeníu.

Í hinum leik kvöldsins unnu Ungverjar sex marka sigur á Spánverjum, 32-26. Bæði lið eru á leið í milliriðilinn en Ungverjar taka með sér tvö stig á meðan Spánverjar hefja milliriðilinn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×