Körfubolti

Pippen höfðar mál gegn grínista fyrir skemmdarverk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scottie Pippen, Michael Jordan og Phil Jackson.
Scottie Pippen, Michael Jordan og Phil Jackson. Vísir/Getty
Scottie Pippen var svo ósáttur með meðferð leiganda á setri hans í Fort Lauderdale í Flórída fylki að hann ætlar að sækja sér bætur fyrir dómstólum.

Scottie Pippen er þekktastur fyrir að vera Robin við hlið Leðurblökumannsins (Michael Jordan) í sigurgöngu Chicago Bulls liðsins í NBA-deildinni á tíunda áratugnum.

Scottie Pippen var frábær leikmaður, stórkostlegur varnarmaður og algjör lykilmaður í sex meistaraliðum Chicago Bulls frá 1991 til 1998. Jordan var vissulega frábær leikmaður en hann vann engan titil án Scottie Pippen sem kom til Bulls árið 1987.



Scottie Pippen hefur nú höfðað málssókn gegn grínistanum Lindsay Glazer Woloshin og eiginmanni hennar Jacob Woloshin. Pippen sakar þau um að hafa valdið 110 þúsund dollara skemmdum á eigninni hans í Flórída.

Parið hafði leigt húsið hjá Scottie Pippen fyrir 30 þúsund dollara á mánuði en þeirra eigin húsnæði hafði áður skemmst í fellibyknum Irmu.

Pippen segir að hjónin hafi leyft gæludýrum sínum að pissa út um allt út hús, að þau hafi skemmt húsgögn, stolið búsáhöldum og svo ekki greitt leigu eða önnur gjöld.

Glazer Woloshin er lögfræðingur. Hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að fjölskylda hennar beri ekki ábyrgð á skemmdunum.

Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli í flensuleiknum fræga í lokaúrslitunum 1997.Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×