Berst við tárin í afsökunarbeiðni til fjárfesta Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 13:46 James Cordier biðst innilegrar afsökunar á því að hafa tapað peningum viðskiptavina sinna, en talið er að tapið geti numið rúmlega 18 milljörðum króna. Skjáskot Yfirmaður bandarísks vogunarsjóðs hefur sent frá sér myndband þar sem hann biður viðskiptavini sína afsökunar á lélegum fjárfestingum sjóðsins að undanförnu. Háar fjárhæðir eru sagðar hafa fuðrað upp vegna breytinga á olíu- og jarðgasverði, sem vogunarsjóðurinn var illa búinn undir. Í tíu mínútna löngu myndbandi, sem sjá má hér að neðan, afsakar James Cordier sig í bak og fyrir. Hann segist ávallt hafa litið á alla 290 viðskiptavini vogunarsjóðsins OptionSellers sem fjölskyldumeðlimi sína og reiðir hann sig á ríkar sjómennskulíkingar þegar hann lýsir stjórnunarstíl sínum. „Mér þykir miður að þessi brotsjór hafi sökkt skipinu okkar,“ segir hann meðal annars og má glögglega heyra Cordier berjast við tilfinningar sínar. Hann segist í myndbandinu telja að „hið hamfarakennda tap“ muni ríða sjóðnum að fullu, sem nú þegar hefur lokað heimasíðu sinni. Sjóður Cordiers sérhæfði sig í að aðstoða efnaða einstaklinga við viðskipti með valrétti, sem gerir þeim kleift að kaupa eða selja eignir á tilteknu tímabili í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu verði. Hremmingar Cordier eru á vef breska ríkisútvarpsins raktar til sviptinga á eldsneytisverði í liðinni viku. Þannig hækkaði jarðgas nokkuð skarpt síðastliðinn miðvikudag - til þess eins að hrynja síðan daginn eftir. Þar að auki hefur olíuverð lækkað nokkuð hratt á síðustu vikum, eins og Vísir hefur greint frá. Cordier er hins vegar sagður hafa veðjað á að verðið myndi þjóta upp, með geigvænlegum afleiðingum fyrir viðskiptavini sjóðsins. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað Cordier, sem skrifað hefur bók um valréttarviðskipti, tapaði miklum fjármunum viðskiptavina sinna. Að sögn lögfræðings sem ráðinn hefur verið til að leita réttar um 80 viðskiptavina OptionSellers gæti tapið numið 150 milljónum dala hið minnsta, rúmlega 18 milljörðum króna. Afsökunarbeiðni James Cordier má sjá hér að neðan, en hann beygir af þegar um þrjár mínútur eru liðnar af myndbandinu. Tengdar fréttir Íhuga að draga úr framleiðslu til að stöðva lækkun olíuverðs Forsvarsmenn OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og samstarfsaðilar þeirra íhuga að draga úr olíuframleiðslu um allt að 1,4 milljónir tunna á dag. 14. nóvember 2018 15:47 Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirmaður bandarísks vogunarsjóðs hefur sent frá sér myndband þar sem hann biður viðskiptavini sína afsökunar á lélegum fjárfestingum sjóðsins að undanförnu. Háar fjárhæðir eru sagðar hafa fuðrað upp vegna breytinga á olíu- og jarðgasverði, sem vogunarsjóðurinn var illa búinn undir. Í tíu mínútna löngu myndbandi, sem sjá má hér að neðan, afsakar James Cordier sig í bak og fyrir. Hann segist ávallt hafa litið á alla 290 viðskiptavini vogunarsjóðsins OptionSellers sem fjölskyldumeðlimi sína og reiðir hann sig á ríkar sjómennskulíkingar þegar hann lýsir stjórnunarstíl sínum. „Mér þykir miður að þessi brotsjór hafi sökkt skipinu okkar,“ segir hann meðal annars og má glögglega heyra Cordier berjast við tilfinningar sínar. Hann segist í myndbandinu telja að „hið hamfarakennda tap“ muni ríða sjóðnum að fullu, sem nú þegar hefur lokað heimasíðu sinni. Sjóður Cordiers sérhæfði sig í að aðstoða efnaða einstaklinga við viðskipti með valrétti, sem gerir þeim kleift að kaupa eða selja eignir á tilteknu tímabili í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu verði. Hremmingar Cordier eru á vef breska ríkisútvarpsins raktar til sviptinga á eldsneytisverði í liðinni viku. Þannig hækkaði jarðgas nokkuð skarpt síðastliðinn miðvikudag - til þess eins að hrynja síðan daginn eftir. Þar að auki hefur olíuverð lækkað nokkuð hratt á síðustu vikum, eins og Vísir hefur greint frá. Cordier er hins vegar sagður hafa veðjað á að verðið myndi þjóta upp, með geigvænlegum afleiðingum fyrir viðskiptavini sjóðsins. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað Cordier, sem skrifað hefur bók um valréttarviðskipti, tapaði miklum fjármunum viðskiptavina sinna. Að sögn lögfræðings sem ráðinn hefur verið til að leita réttar um 80 viðskiptavina OptionSellers gæti tapið numið 150 milljónum dala hið minnsta, rúmlega 18 milljörðum króna. Afsökunarbeiðni James Cordier má sjá hér að neðan, en hann beygir af þegar um þrjár mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Tengdar fréttir Íhuga að draga úr framleiðslu til að stöðva lækkun olíuverðs Forsvarsmenn OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og samstarfsaðilar þeirra íhuga að draga úr olíuframleiðslu um allt að 1,4 milljónir tunna á dag. 14. nóvember 2018 15:47 Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Íhuga að draga úr framleiðslu til að stöðva lækkun olíuverðs Forsvarsmenn OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og samstarfsaðilar þeirra íhuga að draga úr olíuframleiðslu um allt að 1,4 milljónir tunna á dag. 14. nóvember 2018 15:47
Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31