Fríverslunarsamningur við Indónesíu undirritaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 15:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við undirritunina í Genf í dag. EFTA Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar. Indónesía Utanríkismál Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Ráðherrar frá EFTA-ríkjunum fjórum undirrituðu yfirlýsingu í dag um lok viðræðna EFTA og Indónesíu um fríverslunarsamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni „tryggja íslenskum útflytjendum greiðan aðgang að mörkuðum í þessu fjórða fjölmennasta ríki heims,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Samningurinn tekur meðal annars til vöru- og þjónustuviðskipta, opinberra útboða, hugverkaréttinda og sjálfbærrar þróunar. Á meðal þeirra vöruflokka sem falla undir samninginn eru fisk- og sjávarafurðir, iðnaðar- og tæknivörur, sem og landbúnaðarafurðir. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á vef Stjórnarráðsins að þessum samningi fylgi augljós ávinningur fyrir íslenska útflytjendur. Indónesía sé ört vaxandi markaður með 260 milljónir íbúa en samanlögð vöruskipti Íslands og Indónesíu í fyrra námu rúmum milljarði króna. Indónesía var 67 stærsti vöruútfluningsmarkaður Íslands á síðasta ári og 49 vöruinnflutningslandið. Íslendingar flytja einna helst inn skó og annan fatnað inn frá Indónesíu, sem á móti kaupir mikið af makríl, loðnu og þorski frá Íslandi.Fleiri samningar á borðinu „Viðræðurnar tóku drjúgan tíma en niðurstaðan er líka ákaflega góð og því fagna ég þessum áfanga innilega,“ segir Guðlaugur Þór sem undirritaði yfirlýsinguna í Genf í dag. Auk hans voru ráðherrar frá Noregi, Lichtenstein og Sviss samankomnir á haustfundi EFTA-ríkjanna. Þar fóru þeir meðal annars yfir stöðu og horfur í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og hvert skyldi stefna í þeim efnum. Er einhugur sagður hafa verið á fundinum um að halda áfram fríverslunarviðræðum EFTA við Indland, Víetnam, Malasíu og Mercosur-ríkin. Þá eiga ráðherrarnir að hafa rætt „hugsanlega uppfærslu á gildandi fríverslunarsamningum EFTA við Kanada, Chile og Mexíkó og möguleika á að hefja fríverslunarviðræður við Pakistan, Moldóvu og Kósovó í náinni framtíð.“ EFTA ríkin hafa nú gert 28 fríverslunarsamninga við 39 ríki eða landssvæði og sex samstarfsyfirlýsingar.
Indónesía Utanríkismál Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira