Körfubolti

Durant með 32 stig í sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. vísir/getty
Kevin Durant skoraði 32 stig í sigri Golden State á Trail Blazers og LeBron var í aðalhlutverki í sigri Lakers í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA körfuboltanum.

 

Það voru liðsmenn Trail Blazers sem byrjuðu leikinn hinsvegar betur og voru yfif 27-24 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta tók Golden State við og var Kevin Durant þar í aðalhlutverki. Staðan var 59-44 fyrir Golden State í leikhlé.

 

Yfirburðir Golden State héldu síðan áfram í seinni hálfleiknum og jókst forystua smátt og smátt og vann Golden State að lokum sigur 125-97.

 

Kevin Durant átti frábæran leik í liði Golden State með 32 stig, sjö stoðsendingar og samtals fimmtán fráköst. Stigahæstur á eftir honum í liði Golden State var síðan Kevin Thompson með 31 stig. Það var síðan Damian Lillard sem var stigahæstur hjá Trail Blazers.

 

LeBron James skoraði 22 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar og stjórnaði hann heldur erfiðum leik LA Lakers gegn Utah Jazz þegar liðið vann sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Lokastaðan í þessum leik var 90-83 fyrir Lakers en LeBron skoraði sjálfur níu stig í lokaleikhlutanum.

 

Úrslit næturinnar:

 

Nets 102-112 Timberwolves

Clippers 112-107 Grizzlies

Pistons 116-111 Rockets

Hawks 96-114 Celtics

Knicks 109-114 Knicks

76ers 112-121 Cavaliers

Raptors 125-107 Wizards

Pacers 100-111 Spurs

Bulls 96-103 Heat

Thunder 109-104 Hornets

Bucks 114-116 Suns

Nuggets 112-87 Magic

Warriors 125-97 Trail Blazers 

Lakers 90-83 Jazz

 

Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leik Golden State og Trail Blazers.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×