Handbolti

Óðinn Þór markahæstur í Evrópusigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn skorar í leik með FH gegn Haukum í fyrra.
Óðinn skorar í leik með FH gegn Haukum í fyrra. vísir/vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góða leik fyrir GOG sem vann þrettán marka stórsigur á Vojvodina frá Serbíu, 38-25, í Evrópukeppninni í handbolta en leikið var í Danmörku.

Leikurinn var síðari leikur liðanna í þriðju umferð undankeppni EHF-bikarsins en GOG vann fimm marka sigur í fyrri leiknum. Þar var Óðinn einnig markahæstur og liðið er því auðveldlega komið áfram í riðlakeppnina.

Danirnir náðu strax yfirhöndinni og voru sjö mörkum yfir í hálfleik en þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik svo sigurinn var aldrei í hættu.

Óðinn Þór átti flottan leik í horninu en hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæsti leikmaður GOG. Þrír leikmenn komu næstir með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×