Viðskipti innlent

IKEA innkallar GLIVARP borð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
IKEA á Íslandi innkallar GLIVARP stækkanlegt borð vegna hættu á því að stækkunarplata losni. IKEA hvetur alla viðskiptavini sem hafa keypt hvítt GLIVARP borð með stækkunarplötu að hætta notkun þess og hafa samband við IKEA. Fyrirtækinu hefur borist tilkynningar um að stækkunarplatan losni úr brautinni sem henni er rennt eftir og detti af.

IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga hvítt GLIVARP borð til að skila því í IKEA og fá að fullu endurgreitt eða nýtt borð. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.

„Það er möguleiki á að aukaplatan losni úr brautunum sem hún rennur eftir og detti af borðinu,“ segir Cindy Andersen, viðskiptastjóri hjá IKEA of Sweden í tilkynningu.

„Öryggi viðskiptavina er forgangsmál hjá IKEA og þess vegna var ákveðið að beita fyrirbyggjandi aðgerðum og innkalla þær vörur sem gallinn nær mögulega til.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×