WOW losar sig við fjórar vélar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 16:31 Flugvélar Wow Air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55