Loksins fór vörn Lakers í gang Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 09:14 LeBron og félagar fóru loks að spila vörn í nótt vísir/getty Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira