LeBron tróð fyrir sigri Lakers Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:30 Chandler og James fagna í nótt vísir/getty LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106 NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106
NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira