Hvetur stjórnvöld til að jafna stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 20:00 Katrín Júlíusdóttir hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki. Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. Netbankinn mun opna innan nokkur vikna hér á landi en öll samskipti við viðskiptavini fara fram í gegnum snjallsímaforrit. Bankinn er með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og mun bjóða upp á tvær gerðir reikninga, annars vegar hefðbundinn reikning og hins vegar fyrirtækja reikning, sem báðir eru í evrum. Reikningarnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og eins og sagt er í tilkynningunni: Fyrir þá sem vilja njóta samkeppnishæfra kjara við greiðslukorta notkun sína erlendis. Katrín segir Samtök fjármálafyrirtækja auðvitað fagna allri samkeppni. „Við viljum í leiðinni hvetja íslensk stjórnvöld til að strauja í gegnum löggjöfina og í sem mestu mæli að jafna stöðu fyrirtækja sem eru með höfuðstöðvar sínar hér á Íslandi gagnvart þeim fyrirtækjum sem hafa heimilisfesti í öðrum löndum,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er fjármálafyrirtækjum innan EES heimilt að veita þjónustu hér á landi á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt 31. gr. laganna er fjármálafyrirtækjum heimilt að stofnsetja hér útibú og samkvæmt 32. gr. laganna er fjármálafyrirtæki heimilt að veita þjónustu hér á landi án útibús en starfsemi bankans fer alfarið fram í Þýskalandi. „Við höfum aðeins séð í kortunum að svona lagað færi að aukast vegna breytinga á Evrópulöggjöf. Síðan líka vegna tækninnar og það býður bara upp á spennandi möguleika fyrir alla aðila. Við sjáum svo bara hvernig sú þróun verður,“ segir hún. Tengdar fréttir Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki í kjölfar þess að Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi. Netbankinn mun opna innan nokkur vikna hér á landi en öll samskipti við viðskiptavini fara fram í gegnum snjallsímaforrit. Bankinn er með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og mun bjóða upp á tvær gerðir reikninga, annars vegar hefðbundinn reikning og hins vegar fyrirtækja reikning, sem báðir eru í evrum. Reikningarnir eru sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og eins og sagt er í tilkynningunni: Fyrir þá sem vilja njóta samkeppnishæfra kjara við greiðslukorta notkun sína erlendis. Katrín segir Samtök fjármálafyrirtækja auðvitað fagna allri samkeppni. „Við viljum í leiðinni hvetja íslensk stjórnvöld til að strauja í gegnum löggjöfina og í sem mestu mæli að jafna stöðu fyrirtækja sem eru með höfuðstöðvar sínar hér á Íslandi gagnvart þeim fyrirtækjum sem hafa heimilisfesti í öðrum löndum,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er fjármálafyrirtækjum innan EES heimilt að veita þjónustu hér á landi á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt 31. gr. laganna er fjármálafyrirtækjum heimilt að stofnsetja hér útibú og samkvæmt 32. gr. laganna er fjármálafyrirtæki heimilt að veita þjónustu hér á landi án útibús en starfsemi bankans fer alfarið fram í Þýskalandi. „Við höfum aðeins séð í kortunum að svona lagað færi að aukast vegna breytinga á Evrópulöggjöf. Síðan líka vegna tækninnar og það býður bara upp á spennandi möguleika fyrir alla aðila. Við sjáum svo bara hvernig sú þróun verður,“ segir hún.
Tengdar fréttir Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:30