Fær að vera í kringum NBA-stjörnurnar í Dallas Mavericks 14. nóvember 2018 14:30 Elfa Falsdóttir í leik mað Val. Vísir/Anton Körfuboltakonan Elfa Falsdóttir tók sér frí frá körfunni í vetur en er þess í stað að aðstoða NBA-þjálfarann Jenny Boucek í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa er í viðtali í Víkurfréttum þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í vetur. Jenny Boucek hefur verið að hasla sér völl sem þjálfari í NBA-deildinni og er ein af fyrstu konunum sem komast svo langt á þjálfaraferlinum. Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998 en Elfa er frá Keflavík og móðir hennar og Jenny voru liðsfélagar hjá Keflavíkurliðinu. Jenny hefur í gegnum tíðina haldið góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína í Keflavík. Jenny Boucek er einn af aðstoðarþjálfurum Dallas Mavericks liðsins og það þrátt fyrir að hún sé nýbúin að eignast barn. Hún fékk Elfu til sín til að aðstoða sig með barnið á meðan hún sinnir leikmönnum Dallas Mavericks. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa í viðtalinu í Víkufréttum. Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Ég aðstoða hana mest megnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim,“ segir Elfa. Hún hefur fengið að kynnast stjörnum Dallas Mavericks liðsins. „Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til Íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland,“ segir Elfa. Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Körfuboltakonan Elfa Falsdóttir tók sér frí frá körfunni í vetur en er þess í stað að aðstoða NBA-þjálfarann Jenny Boucek í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa er í viðtali í Víkurfréttum þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í vetur. Jenny Boucek hefur verið að hasla sér völl sem þjálfari í NBA-deildinni og er ein af fyrstu konunum sem komast svo langt á þjálfaraferlinum. Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998 en Elfa er frá Keflavík og móðir hennar og Jenny voru liðsfélagar hjá Keflavíkurliðinu. Jenny hefur í gegnum tíðina haldið góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína í Keflavík. Jenny Boucek er einn af aðstoðarþjálfurum Dallas Mavericks liðsins og það þrátt fyrir að hún sé nýbúin að eignast barn. Hún fékk Elfu til sín til að aðstoða sig með barnið á meðan hún sinnir leikmönnum Dallas Mavericks. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa í viðtalinu í Víkufréttum. Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Ég aðstoða hana mest megnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim,“ segir Elfa. Hún hefur fengið að kynnast stjörnum Dallas Mavericks liðsins. „Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til Íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland,“ segir Elfa. Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira