Reglur settar til að hemja nethagkerfi eins og Airbnb Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 18:34 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Leiðtogafundur Sharing Cities hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars er komið inn á myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sitji leiðtogafundinn í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í tilkynningunni er haft eftir Þórdísi Lóu að Reykjavíkurborg fagni þróuninni í þessum mikilvæga málaflokki, deilihagkerfið sé komið til að vera og muni bæði stækka og umbreytast gríðarlega á komandi árum. „Reykjavíkurborg vill vera frjór jarðvegur fyrir þessa þróun. Við viljum mæta henni með nýsköpun, krafti og skýrum línum. Það er nauðsynlegt að hafa skýran ramma utan um starfsemina og huga að því hvernig hægt er að koma sem best til móts við ólíkar þarfir fólks,“ er haft eftir Þórdísi Lóu sem er sögð um leið leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til að bæta notendaviðmót allrar þjónustu. Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er kveðið á um meginreglur borga og skuldbindingar um sjálfsstjórn borga gagnvart nethagkerfinu. Í yfirlýsingunni er einnig að finna ítarlega aðgerðaáætlun um mikilvæg atriði eins og sameiginlegar lágmarkskröfur í samningaviðræðum og leiðir til að styðja borgir í slíkum viðræðum við fyrirtæki sem reka nethagkerfi; hagsmunagæslu gagnvart öðrum stjórnsýslustigum og myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna svo eitthvað sé nefnt. Þá verður stofnaður starfshópur til að efla samskipti, samstarf og samhæfingu aðgerða á milli borga. Airbnb Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Leiðtogafundur Sharing Cities hefur sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars er komið inn á myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, sitji leiðtogafundinn í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Í tilkynningunni er haft eftir Þórdísi Lóu að Reykjavíkurborg fagni þróuninni í þessum mikilvæga málaflokki, deilihagkerfið sé komið til að vera og muni bæði stækka og umbreytast gríðarlega á komandi árum. „Reykjavíkurborg vill vera frjór jarðvegur fyrir þessa þróun. Við viljum mæta henni með nýsköpun, krafti og skýrum línum. Það er nauðsynlegt að hafa skýran ramma utan um starfsemina og huga að því hvernig hægt er að koma sem best til móts við ólíkar þarfir fólks,“ er haft eftir Þórdísi Lóu sem er sögð um leið leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til að bæta notendaviðmót allrar þjónustu. Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er kveðið á um meginreglur borga og skuldbindingar um sjálfsstjórn borga gagnvart nethagkerfinu. Í yfirlýsingunni er einnig að finna ítarlega aðgerðaáætlun um mikilvæg atriði eins og sameiginlegar lágmarkskröfur í samningaviðræðum og leiðir til að styðja borgir í slíkum viðræðum við fyrirtæki sem reka nethagkerfi; hagsmunagæslu gagnvart öðrum stjórnsýslustigum og myndun tengslanets til að sporna við ólöglegri leigu húsnæðis til ferðamanna svo eitthvað sé nefnt. Þá verður stofnaður starfshópur til að efla samskipti, samstarf og samhæfingu aðgerða á milli borga.
Airbnb Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira