LA Lakers og Golden State töpuðu í nótt Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 09:30 Kemba Walker skoraði 60 stig í nótt Vísir/Getty Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram tíu leikir. Kemba Walker skoraði 60 stig fyrir lið Charlotte Hornets er liðið tapaði gegn Philadelphiu 76ers 122-119. Ásamt því að skora 60 stig, tók Walker sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Enginn hefur skorað meira í einum leik í sögu Charlotte liðsins. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphiu með 33 stig og 11 fráköst. Ben Simmons daðraði við þrefalda tvennu hjá Philadelphiu en hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Anthony Davis átti frábæran leik í sigri New Orleans Pelicans er hann skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar er liðið vann Denver Nuggets 125-115. Toronto Raptors komst aftur á sigurbraut eftir tap gegn Boston Celtics í gærkvöldi, en liðið vann stórsigur á Chicago Bulls, 122-83. Boston tapaði aftur á móti fyrir Utah Jazz 98-86. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið tapaði gegn Orlando Magic 130-117. Þá töpuðu meistararnir í Golden State Warriors sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði gegn Dallas Mavericks 112-109. Undrabarnið og nýliðinn Luka Doncic var stigahæstur hjá Dallas, en hann skoraði 24 stig og tók 9 fráköst. Næstur á eftir honum kom Harrison Barnes, fyrrum leikmaður Golden State en hann skoraði 23 stig. Stigahæstur hjá meisturunum var Kevin Durant en hann skoraði 32 stig. Úrslit næturinnar: Los Angeles Clippers 127-119 Brooklyn Nets Los Angeles Lakers 117-130 Orlando Magic Toronto Raptors 122-83 Chicago Bulls Oklahoma City Thunder 110-100 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 122-119 Charlotte Hornets Denver Nuggets 115-125 New Orleans Pelicans Sacramento Kings 112-132 Houston Rockets Atlanta Hawks 89-97 Indiana Pacers Utah Jazz 98-86 Boston Celtics Golden State Warriors 109-112 Dallas Mavericks NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram tíu leikir. Kemba Walker skoraði 60 stig fyrir lið Charlotte Hornets er liðið tapaði gegn Philadelphiu 76ers 122-119. Ásamt því að skora 60 stig, tók Walker sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Enginn hefur skorað meira í einum leik í sögu Charlotte liðsins. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphiu með 33 stig og 11 fráköst. Ben Simmons daðraði við þrefalda tvennu hjá Philadelphiu en hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Anthony Davis átti frábæran leik í sigri New Orleans Pelicans er hann skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar er liðið vann Denver Nuggets 125-115. Toronto Raptors komst aftur á sigurbraut eftir tap gegn Boston Celtics í gærkvöldi, en liðið vann stórsigur á Chicago Bulls, 122-83. Boston tapaði aftur á móti fyrir Utah Jazz 98-86. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið tapaði gegn Orlando Magic 130-117. Þá töpuðu meistararnir í Golden State Warriors sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði gegn Dallas Mavericks 112-109. Undrabarnið og nýliðinn Luka Doncic var stigahæstur hjá Dallas, en hann skoraði 24 stig og tók 9 fráköst. Næstur á eftir honum kom Harrison Barnes, fyrrum leikmaður Golden State en hann skoraði 23 stig. Stigahæstur hjá meisturunum var Kevin Durant en hann skoraði 32 stig. Úrslit næturinnar: Los Angeles Clippers 127-119 Brooklyn Nets Los Angeles Lakers 117-130 Orlando Magic Toronto Raptors 122-83 Chicago Bulls Oklahoma City Thunder 110-100 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 122-119 Charlotte Hornets Denver Nuggets 115-125 New Orleans Pelicans Sacramento Kings 112-132 Houston Rockets Atlanta Hawks 89-97 Indiana Pacers Utah Jazz 98-86 Boston Celtics Golden State Warriors 109-112 Dallas Mavericks
NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira