Úr næstbestu deildinni í Lúxemborg og inn í besta lið NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 17:30 Alfonzo McKinnie. Vísir/Getty Alfonzo McKinnie er ein af óvæntustu stjörnunum í NBA-deildinni í byrjun tímabilsins en hann hefur komið skemmtilega inn í lið NBA-meistara Golden State Warriors. Það er ekki auðvelt að komast í þetta frábæra lið Golden State Warriors en Alfonzo McKinnie tókst það eftir að hafa unnið fyrir sínu sæti í æfingabúðum fyrir tímabilið. Alfonzo McKinnie er svo sannarlega að upplifa körfuboltadrauminn því fyrir aðeins tæpum þremur árum síðan þá var þessi skemmtilegi leikmaður að spila með einu lélegasta liðinu í næstbestu deildinni í Lúxemborg. Það eru ekki margir sem hafa komist svo hratt upp á toppinn á svo skömmum tíma en því náði Alfonzo McKinnie. New York Times fjallar um ævintýri þessa 26 ára gamla stráks sem fæddist í Chicago árið 1992.Not long ago, Alfonzo McKinnie of the Golden State Warriors was playing in Luxembourg. And not even in the first division. https://t.co/mwglDBpW4G — NYT Sports (@NYTSports) November 6, 2018 Vorið 2016 fylgdist Alfonzo McKinnie með Golden State Warriors spila í úrslitakeppnini en þá var hann á samningi hjá liði í Mexíkó þar sem hluti samningsins var 40 prósent afsláttur á sportbar. „Ég horfði á alla leiki og át örugglega allt sem var á matseðlinum,“ sagði Alfonzo McKinnie í léttum tón í viðtalinu.Alfonzo McKinnie sló fyrst fyrir alvöru í gegn með Golden State í sigri á Chicago Bulls eða í sama leik og Klay Thompson setti met í þriggja stiga körfum. McKinnie endaði með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. McKinnie er 203 sentímetra framherji sem er góður íþróttamaður og hörku skytta. Hann hefur þannig skorað yfir einn þrist í leik í vetur og nýtt 60 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alfonzo McKinnie er með 6,8 stig og 4,1 frákast á 14,7 mínútum í leik með Golden State Warriors í NBA í vetur. Tölur hans eru hinsvegar á uppleið því hann er með 11,0 stig og 6,0 fráköst að mðaltali í síðustu fimm leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Alfonzo McKinnie fái áfram að spila þetta hlutverk hjá hinu frábæra liði Golden State Warriors. NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Alfonzo McKinnie er ein af óvæntustu stjörnunum í NBA-deildinni í byrjun tímabilsins en hann hefur komið skemmtilega inn í lið NBA-meistara Golden State Warriors. Það er ekki auðvelt að komast í þetta frábæra lið Golden State Warriors en Alfonzo McKinnie tókst það eftir að hafa unnið fyrir sínu sæti í æfingabúðum fyrir tímabilið. Alfonzo McKinnie er svo sannarlega að upplifa körfuboltadrauminn því fyrir aðeins tæpum þremur árum síðan þá var þessi skemmtilegi leikmaður að spila með einu lélegasta liðinu í næstbestu deildinni í Lúxemborg. Það eru ekki margir sem hafa komist svo hratt upp á toppinn á svo skömmum tíma en því náði Alfonzo McKinnie. New York Times fjallar um ævintýri þessa 26 ára gamla stráks sem fæddist í Chicago árið 1992.Not long ago, Alfonzo McKinnie of the Golden State Warriors was playing in Luxembourg. And not even in the first division. https://t.co/mwglDBpW4G — NYT Sports (@NYTSports) November 6, 2018 Vorið 2016 fylgdist Alfonzo McKinnie með Golden State Warriors spila í úrslitakeppnini en þá var hann á samningi hjá liði í Mexíkó þar sem hluti samningsins var 40 prósent afsláttur á sportbar. „Ég horfði á alla leiki og át örugglega allt sem var á matseðlinum,“ sagði Alfonzo McKinnie í léttum tón í viðtalinu.Alfonzo McKinnie sló fyrst fyrir alvöru í gegn með Golden State í sigri á Chicago Bulls eða í sama leik og Klay Thompson setti met í þriggja stiga körfum. McKinnie endaði með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. McKinnie er 203 sentímetra framherji sem er góður íþróttamaður og hörku skytta. Hann hefur þannig skorað yfir einn þrist í leik í vetur og nýtt 60 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alfonzo McKinnie er með 6,8 stig og 4,1 frákast á 14,7 mínútum í leik með Golden State Warriors í NBA í vetur. Tölur hans eru hinsvegar á uppleið því hann er með 11,0 stig og 6,0 fráköst að mðaltali í síðustu fimm leikjum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Alfonzo McKinnie fái áfram að spila þetta hlutverk hjá hinu frábæra liði Golden State Warriors.
NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira