Viðskipti innlent

Margrét í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Pétursdóttir.
Margrét Pétursdóttir. Mynd/EY

Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri á endurskoðunarsviði EY, var kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda, á fundi þess í Sydney í Ástralíu þann 2. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningu frá EY kemur fram að IFAC samanstandi af 175 endurskoðunarfélögum í um 130 löndum og að baki standa félagsmenn sem telja 3 milljónir endurskoðenda. 

Margrét verður fulltrúi Íslands og Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) sem stóð að framboði hennar.

„Á síðustu árum hefur Margrét sérhæft sig sífellt meira í endurskoðun fjármálafyrirtækja og hefur Margrét jafnframt undirbúið stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu.

Margrét hefur verið gæðaeftirlitsmaður hjá EY og á vegum Félags löggiltra endurskoðenda, FLE. Margrét var formaður FLE á árunum 2015-2017 og formaður Norræna endurskoðunarsambandsins á árinu 2017,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.