Körfubolti

Eiginkona LeBron James gerir grín að náttfötum karlsins á Instagram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty

NBA körufboltastórstjarnan LeBron James er óhræddur að fara ótroðnar slóðir í klæðaburði og það nær greinilega einnig inn fyrir dyr svefniherbergisins.

Savannah Brinson er eiginkona LeBron James en þau eru búin að vera saman síðan í menntaskóla og taka hvort annað ekkert alltof alvarlega.  

Savannah leyfði sér þannig að gera aðeins grín að kappanum á samfélagsmiðlum.

„Það lítur bara út fyrir að þú ætlir að skoppa hérna út,“ segir Savannah Brinson í léttum tón þegar LeBron James birtist í náttfötunum sem eru sannkölluð körfuboltanáttföt.

LeBron James og Savannah Brinson eiga þrjú börn saman, tvo eldri stráka og svo litla stelpu sem er augljóslega augasteinn pabba síns.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.