Handbolti

Janus og Ómar frábærir í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus svífur inn í teiginn.
Janus svífur inn í teiginn. vísir/getty

Íslensku strákarnir í Álaborg áttu frábæran leik er Álaborg rúllaði yfir Lemvig-Thyborøn á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en lokatölur urðu 33-23.

Álaborg tók frumvkæðið í leiknum og var meðal annars sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir héldu hreðjartökunum á leiknum i síðari hállfeik og varð munurinn að endingu tíu mörk.

Janus Daði Smárason átti frábæran leik á miðjunni hjá Álaborg en hann skoraði sjö mörk og gaf eina stoðsendingu. Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum.

Álaborg er á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni ásamt Bjerringbro-Silkeborg en bæði lið eru með átján stig eftir ellefu umferðir en Bjerringbro-Silkeborg gerði einmitt jafntefli við KIF Kolding í kvöld, 27-27.

Ólafur Gústafsson leikur með KIF en hann skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum. FH-ingurinn er máttarstólpurinn í varnarleik liðsins. Kolding er í níunda sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.